Fréttir

Trommu- og samspilskennari

Laus er til umsóknar staða trommu- og samspilskennara
Lesa meira

Tónleikar í salnum fimmtudaginn 6. maí

Í tilefni af 100 ára afmæli Astor Piazzolla verður tónlistarveisla í sal Borgarhólsskóla fimmtudaginn 6. maí kl. 20:00. Flytjendurnir eru harmonikuleikarinn og kennarinn okkar Jón Þorsteinsson, Helga Kvam leikur á píanó og Pétur Ingólfsson leikur á bassa. Aðgangur er ókeypis fyrir tónlistarnemendur Tónlistarskóla Húsavíkur.
Lesa meira

Af hjartans list

Af hjartans list er fjölþætt tónlistarverkefni fyrir nemendur í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar sem gefur þeim tækifæri til að skapa fjölþætt tónlistarverkefni frá upphafi til enda, með söng, dansi, hljóðfæraleik, leiklist, hljóðblöndun, búningaum sviðsmynd og fleiru sem þeir vilja taka að.
Lesa meira

Lokavinnustofa verkefnisins Í stuði saman.

Laugardaginn 15. maí verður síðasta vinnustofa verkefnisins Í stuði saman haldin í Tónasmiðjunni.
Lesa meira

Marimba myndbandið komið á youtube!

Marimba hópur í 8. bekk tók þátt í samstarfsverkefni með Kutandara Center i Boulder, Colorado, Bandaríkjunum. Verkefnið er “Virtual Ensemble” þar sem allir spila hver fyrir sig og taka upp sinn part. Myndböndin hafa nú verða sett saman og afraksturinn má sjá hér
Lesa meira

Söngsalur í Borgarhólsskóla

Það að koma fram á sal á sér langa sögu í Borgarhólsskóla hvort sem er um nemendaskemmtanir að ræða eða til að syngja. Á miðvikudaginn var, 24. mars, var söngslaur fyrir yngri bekki grunnskólans og léku nokkrir kennarar Tónlistarskóla Húsavíkur undir á píanó, þverflautu, harmoniku, gítar, slagverk og bjöllur.
Lesa meira

Tónleikar tónlistarkennara við Tónlistarskóla Húsavíkur

Til stóð að nokkrir tónlistarkennarar Tónlistarskóla Húsavíkur myndu vera með tónleika miðvikudaginn 24. mars kl. 19:30. Stuttir, fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar með kennurunum okkar. Tónleikarnir var frestað þar til létt hefur verið á sóttvarnarráðstöfunum.
Lesa meira

Tónleikar tónlistarskólans í marsmánuði

Tónlistarskólinn verður með ferna tónleika í marsmánuði. Þeir fyrstu verða á Húsavík í kvöld kl. 19:30 í salnum, aðrir verða á miðvikudagskvöldið einnig á Húsavík í salnum, en þeir þriðju verða í Öxarfjarðarskóla. Fjórðu tónleikar marsmánaðar verða með kennurum skólans í salnum á Húsavík kl. 19:30.
Lesa meira

Í stuði saman - 3. vinnustofan verður 20.-21. mars

Í stuði saman eru mánaðarlegar vinnustofur í tónlist og samstarfsverkefni Tónasmiðjunnar og tónlistarskólanna í Norðurþingi, Mývatnssveit og Þingeyjarsveit. Vinnustofurnar gefa tónlistarnemendum á hvaða hljóðfæri sem er (og söng) tækifæri til að kynnast öðrum upprennandi tónlistarmönnum og spila saman í hljómsveit með reyndum hljóðfæraleikurum.
Lesa meira

Harmóníkan

Innlit í tíma til Magga og Jóns
Lesa meira