NETnótan 2021

Vegna Covid-19 var ekki haldin hefðbundin uppskeruhátíð tónlistarskólanna vorið 2020, né heldur vorið 2021. Í staðin var ákveðið að halda „NETnótuna“ vorið 2021 þar sem öllum tónlistarskólum á landinu stæði til boða að senda inn 2-4 mínútna myndband um starfið í tónlistarskólanum. N4 útbjó þrjá þrjátíu mínútna sjónvarpsþætti um NETnótuna með því að klippa valda búta úr myndbandi hvers þátttökuskóla (ca. 1 mín.) og sýndi í sjónvarpinu í júnímánuði s.l.

Tónlistarskóli Húsavíkur útbjó 3-4 mínútna myndband sem sýndi fjölbreytt tónlistarstarf skólans og einnig spiluðu og sungu nemendur skólans titillagið úr myndinni Húsavík, my home town, sem hljómar í myndbandinu. Myndbandið okkar hefur verið birt á vefsíðu KÍ, FB síðu Nótunnar, sjónvarpsstöðinni N4 og nú á youtube rás tónlistarskólans. Nemendur og kennarar skólans stóðu sig frábærlega í þessu netverkefni okkar og vona ég að þið njótið þess að sjá afraksturinn hér   https://youtu.be/di0DEAhLWAg