Viðburðir / Fréttir

26.03.2021

Söngsalur í Borgarhólsskóla

Það að koma fram á sal á sér langa sögu í Borgarhólsskóla hvort sem er um nemendaskemmtanir að ræða eða til að syngja. Á miðvikudaginn var, 24. mars, var söngslaur fyrir yngri bekki grunnskólans og léku nokkrir kennarar Tónlistarskóla Húsavíkur undir á píanó, þverflautu, harmoniku, gítar, slagverk og bjöllur.
23.03.2021

Tónleikar tónlistarkennara við Tónlistarskóla Húsavíkur

Til stóð að nokkrir tónlistarkennarar Tónlistarskóla Húsavíkur myndu vera með tónleika miðvikudaginn 24. mars kl. 19:30. Stuttir, fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar með kennurunum okkar. Tónleikarnir var frestað þar til létt hefur verið á sóttvarnarráðstöfunum.
08.03.2021

Tónleikar tónlistarskólans í marsmánuði

Tónlistarskólinn verður með ferna tónleika í marsmánuði. Þeir fyrstu verða á Húsavík í kvöld kl. 19:30 í salnum, aðrir verða á miðvikudagskvöldið einnig á Húsavík í salnum, en þeir þriðju verða í Öxarfjarðarskóla. Fjórðu tónleikar marsmánaðar verða með kennurum skólans í salnum á Húsavík kl. 19:30.
15.02.2021

Harmóníkan