Fundargerðir 2019

 

Stjórnarfundur í Heiltóni haldinn á veitingahúsinu Gamla Bauk 21. mars 2019 kl. 16:30.

Mættar eru Jóhann Kristjánsdóttir, Jóhanna Svava S. og Soffía.

Farið yfir hvernig til tókst á Degi tónlistarskólanna 9. mars síðastliðinn og kaffihús Heiltóns. Vel tókst til að venju. Aðsókn var þokkaleg. Aðstoðarfólk kom úr röðum nemenda og foreldra. Gert minnisblað um innkaup og annað viðkomandi kaffihúsinu/vöfflukaffinu. Hrein innkoma var 24.500- Rætt um ráðstöfun þess fjár auk þess sem til er á reikningi. Ákveðið að bjóða TH ákveðna upphæð til mögulegra hljóðfærakaupa.

Ákveðinn aðalfundur 23. apríl k. 16:30 í kaffistofu TH. Rætt um að auglýsa í staðarmiðli og á heimasíðu TH.

Fundi slitið kl.18:00

Fleira ekki gjört,

Soffía B. Sverrisdóttir

 

_____________________________________________________________________________________________________________________

 Fundur stjórn Heiltóns

 Fundur á kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur kl. 16, þann 5. mars 2019

Mætt eru Jóhanna Kristjánsdóttir, Jóhanna Svava Sigurðardóttir, Soffía B. Sverrisdóttir. Árni Sigurbjarnarson og Adrienne Davis voru einnig á fundinum.

Aðalfundarefni var uppskeruhátið skólans sem skipulögð var laugardaginn 9. mars.  Skipulögð verslunarferð stjórnarkvenna á fimmtudeginum og síðan vöfflukaffi á laugardeginum til stuðnings TH í hléi milli tónleika. Áætlað að ná í nokkra foreldra til að aðstoða.

Árni ætlar að ræða við Sigrúnu Grendal Jóhannesdóttur formann Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um hugmyndina um ályktun til að ýta á eftir að lög um tónlistarskóla verði fullgerð og samþykkt frá alþingi.

 

Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17.

Soffía B. Sverrisdóttir