Fundargerðir 2019

Fundur heima hjá Guðrúnu Ingimundardóttur á Húsavík 21. október 2019 kl. 16:30.

Mættar voru Jóhanna Kristjánsdóttir, Arna og Soffía úr stjórn Heiltóns auk Adrienne Davis og Guðrúnar.

Guðrún hafði farið á fund hjá fjölskylduráði þennan sama dag. Fyrir lá niðurskurðarkrafa sem Guðrún brást við og kynnti möguleg viðbrögð við. Soffía var áheyrnarfulltrúi á fundinum. Guðrún kynnti fyrir stjórninni það sem fram kom á fundinum og umræður fóru fram í kjölfarið.

Heiltónn átti 10 ára afmæli í apríl 2019. Rætt að skrifa afmælisgrein í tilefni af því.

Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 18:00

Soffía B. Sverrisdóttir

 

 

Stjórnafundur í Heiltóni 24.september 2019.

Fundur heima hjá Jóhönnu Kristjánsdóttur formanni kl. 16.Mættar eru Guðrún Ingimundardóttir nýr skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur, auk hennar Jóhanna K., Jóhanna Svava, Helga Soffía og Soffía.
Mjög margt bar á góma. Þetta var fyrsti fundur nýs skólastjóra TH með stjórninni:
Kennaramál og starfsstöðvar skólans voru rædd.
Fram kom að nöfn stjórnarmeðlima vantar á heimasíðu skólans. Einnig ræddur félagalisti Heiltóns og persónuverndarlög.
Dagur tónlistarskólanna er 8. febrúar og stefnum við að kaffihúsi þá sem endranær.
20 ára afmæli Nótunnar verður haldið hátíðlegt í Hörpu í mars. Nemendur TH munu koma þar fram í tónlistaratriði ásamt atriðum fjölda annarra nemenda frá öllu landinu.
Skólastjóri stefnir að auknu samstarfi tónlistarskóla á norðurlandi.
Á góma bar tvö tölvukerfi: School archive sem er nemendakráningarkerfi fyrir tónlistarskóla. Einnig Nori sem er vefskráningar og greiðslukerfi. M.a. getur tónlistarskólinn tengst í gegnum Nora frístundakerfi sveitarfélaga.
Fjölskylduráð og Jöfnunarsjóður voru rædd.
Samstarf við grunnskólann og framhaldsskólann vill Guðrún rækta og auka. Í tengslum við þetta kynnti hún opna námsbraut í framhaldsskóla og skapandi tónlist sem sumstaðar þekkist.
Nemendatónleikar og jafnvel tónleikar tónlistarkennara voru ræddir.

Góðum fyrsta fundi Guðrúnar lauk um kl. 17:30.

Fleira ekki gjört,

Soffía B. Sverrisdóttir

 

Aðalfundur Heiltóns 23.apríl 2019.

Fundur haldinn í kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur kl 16:30

Mættar eru úr stjórn Jóhanna Kristjánsdóttir, Soffía B. Sverrisdóttir, Helga Soffía Bjarnadóttir, Arna Þórarinsdóttir og Jóhanna Svava Sigurðardóttir. Einnig mættu Adrienne Davis tónlistarkennari og Árni Sigurbjarnarson skólastjóri.

Léttar veitingar voru á fundinum.

Jóhanna Kristjánsdóttir setti fundinn og stjórnaði honum.

Fyrsta mál á dagskrá var skýrsla stjórnar sem Jóhanna K flutti.

Annað mál á dagskrá voru ársreikningur samtakanna sem Helga Soffía fór yfir. Bæði skýrsla stjórnar og ársreikningar voru síðan samþykktir.

Þriðja mál var kjör stjórnar. Allar buðu sig fram í sömu stöður og voru kosnar þannig áfram : Jóhanna Kristjánsdóttir formaður, Soffía B. Sverrisdóttir ritari, Helga Soffía Bjarnadóttir gjaldkeri, meðstjórnendur eru Arna Þórarinsdóttir og Jóhanna Svava Sigurðardóttir.

Fjórða mál var að Árni skólastjóri fjallaði tónlistarskólann.

Hann tilkynnti að hann væri að hætta sem skólastjóri. Hann hóf störf 1983 við skólann og varð skólastjóri 1987. Hann hljóp hratt yfir sögu skólans meðan hann var við stjórn, þar sem skipst hafa á skin og skúrir; mikil upp bygging, fólksfækkun upp úr árinu 2000, hrunið 2008. Núna er umhverfið aðeins auðveldara og tækifæri til uppbyggingar. Árni verður nýja skólastjóra til aðstoðar næsta ár og hann er mun ef til vill einnig kenna.

Árni hvatti Heiltón til góðra verka og varnar menningunni.

Nótan, uppskeru hátíð tónlistarskólanna gekk vel og hópur frá TH komst alla leið í Hof á lokatónleika Nótunnar 6. apríl. Það var mikil upplifun fyrir börnin.

Stefnt er að fundi í maí, þar sem stjórn og Árni funda með nýjum skólastjóra Tónlistarskóla Húsavíkur.

Umræða varð um starfsumhverfi tónlistarskólans og gildi tónlistarinnar.

Vinna við lagafrumvarp um tónlistarskóla er í ferli. Mikil vinna við þetta frumvarp fór fram á tíma Þorgerðar Katrínar þáverandi menntamálaráðherra og vonandi tekst að ýta málinu lengra og í höfn hjá núverandi menntamálaráðherra. Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum vinnur að þessu máli.

Á fundinum voru Árna afhent blóm frá Heiltóni með kæru þakklæti fyrir samstarfið.

Fleira var ekki gjört.

Jóhanna Kristjánsdóttir sleit fundi kl. 17:45

Soffía B. Sverrisdóttir, ritari.

 

Stjórnarfundur í Heiltóni haldinn á veitingahúsinu Gamla Bauk 21. mars 2019 kl. 16:30.

Mættar eru Jóhann Kristjánsdóttir, Jóhanna Svava S. og Soffía.

Farið yfir hvernig til tókst á Degi tónlistarskólanna 9. mars síðastliðinn og kaffihús Heiltóns. Vel tókst til að venju. Aðsókn var þokkaleg. Aðstoðarfólk kom úr röðum nemenda og foreldra. Gert minnisblað um innkaup og annað viðkomandi kaffihúsinu/vöfflukaffinu. Hrein innkoma var 24.500- Rætt um ráðstöfun þess fjár auk þess sem til er á reikningi. Ákveðið að bjóða TH ákveðna upphæð til mögulegra hljóðfærakaupa.

Ákveðinn aðalfundur 23. apríl k. 16:30 í kaffistofu TH. Rætt um að auglýsa í staðarmiðli og á heimasíðu TH.

Fundi slitið kl.18:00

Fleira ekki gjört,

Soffía B. Sverrisdóttir

 

_____________________________________________________________________________________________________________________

 Fundur stjórn Heiltóns

 Fundur á kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur kl. 16, þann 5. mars 2019

Mætt eru Jóhanna Kristjánsdóttir, Jóhanna Svava Sigurðardóttir, Soffía B. Sverrisdóttir. Árni Sigurbjarnarson og Adrienne Davis voru einnig á fundinum.

Aðalfundarefni var uppskeruhátið skólans sem skipulögð var laugardaginn 9. mars.  Skipulögð verslunarferð stjórnarkvenna á fimmtudeginum og síðan vöfflukaffi á laugardeginum til stuðnings TH í hléi milli tónleika. Áætlað að ná í nokkra foreldra til að aðstoða.

Árni ætlar að ræða við Sigrúnu Grendal Jóhannesdóttur formann Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um hugmyndina um ályktun til að ýta á eftir að lög um tónlistarskóla verði fullgerð og samþykkt frá alþingi.

 

Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17.

Soffía B. Sverrisdóttir