Skóladagatal

Öll hópkennsla barna í 2. -5. bekk fer fram á skólatíma barnanna. Börnum sem eru í einkatímum á hljóðfæri, er gefinn kostur á að fara á skólatíma í hljóðfæranám. Ákvörðun um slíkt er í höndum foreldra, í samráði tónlistarkennara og umsjónarkennara. Er það þá í verkahring tónlistarkennarans að ná í börnin í tíma. Að öðru leyti fer tónlistarkennslan fram að loknum hefðbundnum skóladegi. Fullorðnum sem stunda tónlistarnám er gefinn kostur á að koma í skólann að loknum vinnudegi. Einnig er leitast við að eiga gott samstarf við íþróttafélagið Völsung um að komast hjá árekstrum við íþóttaæfingar þegar þarf að finn tíma fyrir ýmsa hóptíma, hljómsveitar- og kóræfingar á vegum TH.

Skóladagatal 2022-2023