Fundargerðir 2020

Fundargerd_Heiltons_16.01. 2020

Stjórnarfundur í Tónlistarskóla Húsavíkur 16. Janúar kl 16.

Mættar eru Jóhanna Kristjánsdóttir, Soffía B. Sverrisdóttir og Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri.

Í desember skrifuðu formaður og ritari grein í Skarp af tilefni 10 ára afmælis Heiltóns á síðasta ári.
Uppskeruhátíð Tónlistarskóla Húsavíkur verður haldin fyrstu eða aðra helgina í mars. Stjórn Heiltóns ætlar að hafa vöfflukaffi í hléi.
Í vetur verður 20 ára afmælishátíð Nótunnar haldin 29. mars í Hörpu í Reykjavík.
Fjármálin eru erfið hjá skólanum. Það gæti komið til niðurskurðar með haustinu. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar hvað þetta varðar.
Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17:15.

Soffía B. Sverrisdóttir