Fundargerðir 2020

Fundargerd_Heiltons_16.01. 2020

Stjórnarfundur í Tónlistarskóla Húsavíkur 16. Janúar kl 16.

Mættar eru Jóhanna Kristjánsdóttir, Soffía B. Sverrisdóttir og Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri.

Í desember skrifuðu formaður og ritari grein í Skarp af tilefni 10 ára afmælis Heiltóns á síðasta ári.
Uppskeruhátíð Tónlistarskóla Húsavíkur verður haldin fyrstu eða aðra helgina í mars. Stjórn Heiltóns ætlar að hafa vöfflukaffi í hléi.
Í vetur verður 20 ára afmælishátíð Nótunnar haldin 29. mars í Hörpu í Reykjavík.
Fjármálin eru erfið hjá skólanum. Það gæti komið til niðurskurðar með haustinu. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar hvað þetta varðar.
Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17:15.

Soffía B. Sverrisdóttir

-----------------------------

Fundur heima hjá Soffíu 25. febrúar 2020, Stórhóli 7 kl 18. Mættar eru Soffía, Jóhanna S. Kristjánsdóttir og Jóhanna Svava S.

Verkefni fundarins skipulagning á Uppskerudegi tónlistarskólans sunnudaginn 1. mars næstkomandi.

Einnig gripin á lofti hugmynd Önnu Ragnars um að gera Árna Sigurbjarnarson fyrrverandi skólastjóra að heiðursfélaga Heiltóns á uppskerudeginum.

Verkefnum skipt milli fundarmanna.

Fleira ekki gjört. Fundi slitið kl. 19.

Soffía B. Sverrisdóttir

-----------------------

Aðalfundur Heiltóns 4. Júní 2020.

Haldinn í kaffistofu TH Húsavík kl 16:30.

Mættir eru Jóhanna Kristjánsdóttir formaður, Jóhanna Svava Sigurðardóttir meðstjórnandi, Soffía B. Sverrisdóttir ritari. Einnig sátu fundinn Guðrún Ingimundardóttir skólastjóri TH og Adrienne Davis aðstoðarskólastjóri auk eins fundargests.

 

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Vegna samkomubanns og fjarlægðartilskipana þegar aðalfundur hefði átt að vera haldinn fyrir sumardaginn fyrsta, var aðalfundi frestað þar til nú.

 

Formaður flutti skýrslu stjórnar. Umræða varð um gjöf Heiltóns frá í fyrra sem á eftir að ráðstafa. Umræða um varð um fjarfundabúnað og fjartækni á tímum Sars covid 19 veirunnar.

Þar sem gjaldkeri komst ekki á fundinn fór formaður einnig yfir reikninga félagsins.

Formaður bar síðan skýrslu stjórnar og reikninga undir atvæði og voru hvoru tveggja samþykkt samhljóða.

Skólastjóri TH Guðrún Ingimundardóttir fór síðastliðinn vetur sem var jafnframt hennar fyrsti vetur sem skólastjóri TH.

Hún fór yfir kennaramálin og afleysingar.

Fjarkennsla tók yfir í mars, apríl og maí. Þetta var svokallaður covid tími sem varði sem slíkur í skólanum í 7 vikur. Kennarar funduð á fjarfundum sín á milli. Kennslan fór að lang mestu leiti fram með fjarfundabúnaði. Örfáir nemendur komu í hús. Í grunnskólanum mynduðu árgangarnir teymi og skiptu kennarar sér á milli þeirra. Mjög lítið brottfall varð úr námi í TH eftir þennan tíma. Þetta tímabil einkenndist af tæknilegum áskorunum og takmörkunum fjarkennslu. Skemmtilega kom á óvart að kennarar áttuðu sig betur á æfingaaðstöðu nemenda heima og að foreldrar gátu betur fylgst með kennslunni.

Vortónleikar voru haldnir í salnum í skólanum á Húsavík en þeim var einnig streymt. Umræða varð um tæknibúnað til þess að streyma tónlist frá skólanum.

Í máli Guðrúnar kom einnig fram að ýmislegt var skorið niður, þar á meðal var yfirvinna tekin af. Einnig kom fram í máli hennar að einhverjir kennarar nálgast eftirlaunaldur og að von er á nýjum kennurum.

Ryþmísk deild er í uppbyggingu við TH.

Undir liðnum önnur mál tók Hólmfríður Benediktsdóttir til máls. Hún bar fram ósk um samstarf og styrk til að halda tónleika með Gísla Magna á Húsavík. Stjórnin tekur það til skoðunar.

Einnig varð almenn umræða um Tónlistarfélag Húsavíkur og áhugi hjá Guðrúnu að endurvekja það.

Fleira var ekki gjört og fundi slitið kl. 17:45

Soffía B. Sverrisdóttir

-----------------------------

20200911_Fundargerd_Heiltons

Stjórnarfundur ásamt Guðrúnu Ingimundardóttur. Haldinn þann 11. september kl 16:10 heima hjá Jóhönnu S. Kristjánsdóttur, ásamt henni eru mættar Jóhanna S. Sigurðardóttir, Helga Soffía Bjarnadóttir, Arna Þórarinsdóttir og Soffía B. Sverrisdóttir.

Guðrún flutti fréttir af skólastarfinu.

Niðurskurður síðasta vetur kom ekki eins hart niður og ætla hefði mátt.

Tveir nýjir kennarar hafa tekið til starfa; Jón Þorsteinsson á harmoniku og Brynjar F. Pétursson á gítar. Árni Sigurbjarnarson fyrrverandi skólastjóri TH hefur nú alveg hætt störfum við skólann og kennir ekki á harmonikku í vetur.

Tæplega 30 færri nemendur eru nú í námi við skólann en í fyrra.

Kennsla í gegnum fjarfundabúnað er nú fyrir nemendur í Öxafjarðarskóla.

Rafrænt umsóknarferli um nám í skólanum hefur nú alveg tekið við. Þessi breyting hefur gengið ágætlega.

Smá breytingar hafa orðið í grunnskólanum, þannig á 5. bekkur nú val um tónlistargrein, þau geta valið um marimba, samsöng eða hljómsveit.

Framhaldsskólinn er með fleiri nemendur nú en í fyrra í tónlistarnámi. Stofnun tónlistarbrautar þar er í skoðun. Einnig þarf að ræða og kynna betur að krakkar í tónlistarnámi fá einingar fyrir það á framhaldskólastigi.

Í skoðun er hvort tónlistarskólinn geti fengið aðgang að og nýtt aðstöðu Tónasmiðjunnar á Húsavík, þar sem er stúdíó og hjóðfæri.

Ýmsar breytingar eru í skoðun hvað varðar búnað og nýtingu herbergja í TH Húsavík.

Adrienne Davis er nú aðstoðarskólastjóri TH.

Jóhanna Kristjánsdóttir kynnti nú að Heiltónn hefði styrkt, eins og fram hefur komið, síðasta vetur TH um 150.000- krónur og er búið að kaupa 5 þráðlausa hátalara (blutooth) og taka þá í notkun. Þeir reynast vel.

Einnig kom fram í máli Jóhönnu að Heiltóni hafi borist peningagjafir til minningar um Jón Ármann Árnason sem lést 1. september síðastliðinn. Stjórn mun skrifa þakkarbréf til aðstandenda þar sem fram kemur hverjir styrktu.

Valkvæð árgjöld munu verða send út núna á næstunni.

 

 

Fleira var ekki gjört, fundi slitið kl. 18:30

Soffía B. Sverrisdóttir