Fiðlunám

FiðlaNokkur atriði varðandi nám á fiðlu

Fiðlan er minnst í fjölskyldu strokhljóðfæranna en jafnframt langfjölmennasta hljóðfærið í sinfóníuhljómsveit. Fiðlan þróaðist út frá ýmsum strengjahljóðfærum miðalda. Þessari þróun lauk um miðja 16. öld og hefur fiðlan lítið breyst síðan að öðru leyti en því að hálsinn hefur verið lengdur og innviðir styrktir til þess að ná megi meiri tónstyrk. Þróun bogans í núverandi mynd tók hins vegar lengri tíma, eða til loka 18. aldar.

Hefðbundið fiðlunám getur hafist þegar börn eru 4 ti 6 ára. Árangur námsins er ákaflega einstaklingsbundinn og eru þess mörg dæmi að börn, sem byrja eldri, nái góðum árangri. Mikilvægt er að stærð hljóðfæris hæfi líkamsþroska nemandans, stærð fiðlu og boga sé í réttum hlutföllum og að hvort tveggja sé í góðu ástandi. Góð líkamsstaða frá upphafi skiptir einnig sköpum.

Fiðlunemendum er gagnlegt að kynnast víólu sem er náskyld fiðlunni og læra þá jafnframt að lesa nótur í C-lykli. Þessu má meðal annars finna stað í samleik.