Hollvinasamtök

 Merki HeiltónÁrið 2008 fóru áhugasamir velunnarar Tónlistarskóla Húsavíkur að huga að stofnun Hollvinasamtaka skólans. Í apríl 2009 voru svo samtökin stofnuð við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju 22. apríl. Þá lágu fyrir samþykktir Hollvinasamtakanna sem finna má hér á síðunni undir liðnum  Hollvinasamtök – Lög Hollvina.

Félagið skildi heita Heiltónn - hollvinasamtök Tónlistarskóla Húsavíkur. Heimili og varnarþing yrði að Skólagarði 1, 640 Húsavík. Félagar gætu verið þeir sem samþykkir væru yfirlýstum tilgangi og starfsemi félagsins sem fram koma í samþykktum þess. Aðalfundur ákveddi skilyrði félagsaðildar. Stjórn héldi félagaskrá.  Þess væri gætt að félagsmönnum yrði tryggður greiður aðgangur að starfsemi og þjónustu félagsins. Um 100 manns voru skráðir í Heiltón við stofnund og eru nýir félagar velkomnir.

Þeir sem vilja styðja félagið geta lagt inn á reikning 567-14-400560. 
Kennitala Heiltóns er 580509-1420

Logo Hollvinasamtaka Heiltóns var hannað og gefið samtökunum af Kolbrúnu Bjarnadóttur frá Ystafelli

Fyrsta stjórn félagsins var þannig skipuð
Sigrún Jónsdóttir, formaður
Sigríður Jónsdóttir, gjaldkeri og varaformaður
Soffía B. Sverrisdóttir, ritari
Erla Sigurðardóttir, meðstjórnandi
Halldór Valdimarsson, meðstjórnandi

Núverandi stjórn árið 2019 er þannig skipuð
Jóhanna S. Kristjánsdóttir, formaður
Helga Soffía Bjarnadóttir, gjaldkeri
Soffía B. Sverrisdóttir, ritari
Arna Þórarinsdóttir, meðstjórnandi
Jóhanna Svava Sigurðardóttir, meðstjórnandi

Hátíðardagskráin í Húsavíkurkirkju 22. apríl 2009

Stofnhátíð hollvinasamtaka Tónlistarskóla Húsavíkur - sjá myndir

Ásgeir Steingrímsson, trompetleikari Orgelleikari : Judit György Svíta í D-dúr I. kafli eftir G.F . Händel
Hátíðin sett – Erla Sigurðardóttir
Flautu duett – Adrienne Davis og Halldóra Magnúsdóttir
Kynning á stofnun hollvinasamtakanna Halldór Valdimarsson
Sýn yngri nemenda á Tónlistarskólann
Gítarsamspil
Ávarp – Árni Sigurbjarnarson
Harmóníkuleikur og samspil undir stjórn Reynis Jónassonar
Ásta Magnúsdóttir, sópran Undirleikari Aladár Rácz
Þorvaldur Már Guðmundsson, gítarleikari
Sýn eldri nemenda á Tónlistarskólann
Fiðlusamspil - Lára Sóley Jóhannsdóttir - Lísa McMaster Undirleikari: Aladár Rácz
Heiðrun – Halldór Valdimarsson
Fjöldasöngur: Síldarvalsinn eftir Steingrím Sigfússon
Ásgeir Steingrímsson, trompetleikari - Orgelleikari : Judit György Trumpet Voluntary eftir J. Clarke

Á stofnhátíð Heiltóns, hollvinasamtaka Tónlistarskóla Húsavíkur síðasta vetrardag 2009 eru gerðir að heiðursfélögum þeir Sigurður Hallmarsson, Benedikt Helgason og Reynir Jónasson með þakklæti fyrir óeigingjarnt starf í þágu tónlistar.

Fyrsti almenni félagsfundur var haldinn í Borgarhólsskóla þriðjudaginn 20. október 2009 kl. 17:00.

Dagskrá

Kynning á samtökunum og tilgangi þeirra
Kosning stjórnar
Umræður um vetrarstarfið og verkefni framundan

Stuðningur Hollvinasamtaka skólans hefur verið mikil lyftistöng fyrir skólann og hafa þau haft mörg verkefni á sínu borði frá stofnun. Þeir sem vilja vita meira um starfsemi Hollvinasamtakanna er bent á að kynna sér fundargerðir félagsins sem aðgengilegar eru á síðu skólans allt frá upphafi samtakanna.

Til gamans setjum við hér samantekt um eitt stærsta verkefni þeirra frá stofnun sem skrifað var um í Skarpi árið 2017.

Ný hljóðfæri !

Síðastliðið haust fór af stað söfnun í sveitarfélaginu Norðurþingi, sem Heiltónn, Hollvinasamtök Tónlistarskóla Húsavíkur stóð fyrir. Fjöldi fyrirtækja gaf  fé til kaupa á hljóðfærum fyrir skólann.

Vorið 2016 var umræða í stjórn Heiltóns um söfnun fyrir hljóðfærum. Í framhaldinu bauðst Heiltóni að taka þátt í gæslu við hoppukastala á Mærudögum á vegum Bláfjalls ehf og skilaði það góðri innkomu. Bláfjall ehf bætti um betur og færði Heiltóni veglega gjöf haustið 2016. Er þeim hér með þakkað kærlega fyrir. Stjórnarfólk Heiltóns fór síðan af stað með söfnun hjá fyrirtækjum í Norðurþingi. Mörg fyrirtæki brugðust vel við og skilaði söfnunin um 700 þúsund krónum.

Í febrúar síðastliðnum; á degi tónlistarskólanna fór opinber afhending eftirfarandi hljóðfæra fram: Klassískur gítar, rafmagnsgítar, rafmagnsbassi, magnari, hljóðkerfi og fleira til æfinga og flutnings á tónlist. Öll hljóðfærin og búnaður er vandaður og nýtist skólanum vel.

Hljóðkerfið mun einnig nýtast Borgarhólsskóla á Húsavík. Hluti hljóðfæranna fór í starfstöð Tónlistaskólans í Lundi, þar sem þau voru vel þegin og gagnast sérstaklega unglingum.

Fram kom í máli skólastjóra tónlistarskólans að hann fagnar þessu framtaki, sem hefði komið að mjög góðum notum og væri lyftistöng fyrir starfið í skólanum. Þessi gjöf var kærkomin innspýting eftir samdráttarskeið undanfarinna ára.

Stjórn Heiltóns vill hér með koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fyrirtækja sem studdu Tónlistarskóla Húsavíkur. Það er gleðilegt að geta stutt menntun barna og unglinga samfélagsins og reyndar allra aldurshópa sem vilja stunda tónlistarnám í héraði.

Nýir félagar alltaf velkomnir