Fundargerðir 2018

Stjórnarfundur haldinn í Kaffistofu TH kl. 16 þann 14. nóvember 2018.

Mætt eru Jóhanna Kristjánsdóttir, Jóhanna Svava Sigurðardóttir, Soffía, Árni skólastjóri og Adrienne ritari/aðstoðarskólastjóri.

Árni kynnti stöðu skólans nú um mundir. Breytingar eru í kennaraliði skólans fyrir austan í vetur.

Nýr kennari við skólann er Ilona Laido, hún kennir m.a. söng.

Aðeins bjartara er framundan hvað varðar fjárveitingar frá sveitarfélaginu til skólans.

Stefnt er að undirbúningstónleikum fyrir Nótuna í lok febrúar. Áætlaður fundur með Árna og stjórn Heiltóns í janúar til að skipuleggja aðkomu Heiltóns að þeim degi.

Margt spjallað i framhaldinu þar sem fram kom m.a. að eini skólinn á landinu sem getur útskrifað tónlistarkennara er Listaháskólinn í Reykjavík.

Ákveðið að Árni ræddi um formann K.Í. um þá hugmynd að fram komi ályktun/tillaga/samþykkt frá aðilum eins og Hollvinasamtökum, samtökum og félögum sem tengjast tónlistarskólum og tónlist þar sem farið er fram á að yfirvöld/alþingi samþykki lög um tónlistarskóla í landinu, en engin slík lög eru til í landinu.

Hér yfirgaf Árni fundinn.

Fram kom þakklæti frá Adrienne fyrir aðstoð á flautudegi sem haldinn var 11. nóvember í Borgarhólsskóla. Tvær konur úr stjórn og eitt foreldri aðstoðuðu við veitingar og utanumhald. Börn og kennarar á norðurlandi tóku þátt og heppnaðist dagurinn mjög vel.

Umræða varð um persónuvernd og ákveðið í framhaldinu að taka af heimasíðu skólans lista með meðlimum Heiltóns, þar sem fram komu nöfn, kennitölur og fleira.

Í lokin var rætt um að stjórn þyrfti að frétta af fundum hjá fjölskylduráði þar sem Heiltónn á rétt á að senda áheyrnarfulltrúa þegar málefni tónlistarskólans ber á góma.

Fleira ekki, fundi slitið kl. 17.

Soffía B. Sverrisdóttir, ritari.


 

Fundargerd Heiltons 2018 10.29

 

Stjórnarfundur haldinn Litlagerði 6, heima hjá Jóhönnu kl 16:30.

Mættar eru Arna, Jóhanna, Helga Soffía, Jóhanna Svava og Soffía.

 Rætt er um beiðni frá Adrienne Davis um að Heiltónn aðstoði við þverflautuhátíð með kennurum og nemendum á norðurlandi, sunnudaginn 11. nóvember. Einhverjar stjórnarkonur uppteknar en aðrar tilbúnar. Þurfum kannski að finna fleiri þegar skipulag liggur betur fyrir.

Rætt um veturinn fram undan, möguleika á fjáröflunum, tónleika og dag tónlistarskólanna.

Rætt um hvort megi með öðrum hollvina/foreldrasamtökum tónlistarskóla og mögulega öðrum félagasamtökum sem koma að tónlist í landinu semja bréf/áskorun til stjórnvalda um að sett verði lög um tónlistarskóla í landinu.

Verkaskipting í stjórn rædd og helst hún þannig: Jóhanna Kristjánsdóttir formaður, Helga Soffía Bjarnadóttir gjaldkeri, Soffía B. Sverrisdóttir ritari, Arna Þórarinsdóttir og Jóhanna Svava Sigurðardóttir meðstjórnendur. Prókúra rædd og sá möguleiki að formaður auk gjaldkera hafi prókúru.

Ákveðið að halda fljótlega annan fund, helst í nóvember.

Fleira ekki gjört, og fundi slitið 17:30.

Soffía B. Sverrisdóttir


 

Aðalfundur Heiltóns, hollvinasamtaka Tónlistarskóla Húsavíkur.

Fundarstaður var kaffistofa Tónlistarskóla Húsavíkur kl 17:00 16. apríl 2018.

Mætt voru á fundinn Jóhanna Kristjánsdóttir formaður, Helga Soffía Bjarnadóttir gjaldkeri, Soffía B. Sverrisdóttir ritari, Jóhanna Svava Sigurðardóttir og Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur.

Fundur hófst á því að  Árni tók til máls og reifaði nokkur mál. Ánægja var hjá honum með kaffihús sem sett var upp á degi tónlistarskólanna 10. mars síðastliðinn. Selt var kaffi, djús og vöfflur.  Dagskrá dagsins tókst vel og stóðu nemendur og kórar sig vel og glöddu tónleikagesti. Þrír kórar voru á dagskránni, Kvennakór Húsavíkur, Sólseturskórinn (kór aldraðra) og Stúlknakór Húsavíkur. Tónlistaskólinn styður við starf Kvennakórsins og kórs aldraðra.

Einnig kom fram hjá Árna að aukinnar velvildar í garð tónlistarskólans og bjartsýni gæti í samfélaginu. Góð endurnýjun er hjá starfsfólki skólans. Vel gengur fyrir austan og samstarf við tónlistarskólann í Mývatnssveit gengur vel.

Fram kom í umfjöllun um stöðu tónlistarskólans og tónlistarskóla almennt að engin lög eru í landinu um tónlistarskóla.

Jóhanna flutti skýrslu stjórnar.

Helga Soffía kynnti reikninga félagsins og voru þeir samþykktir einróma. Sjá meðfylgjandi skýrslu/reikninga.

Kjör nýrrar stjórnar: formaður, gjaldkeri og ritari buðu sig fram aftur ásamt Örnu meðstjórnanda. Jóhanna Svava var kosin meðstjórnandi. Stjórn er þá skipuð þannig: Jóhanna Kristjánsdóttir formaður, Helga Soffía Bjarnadóttir gjaldkeri, Soffía B. Sverrisdóttir ritari, Arna Þórarinsdóttir meðstjórnandi og Jóhanna Svava Sigurðardóttir meðstjórnandi. Stjórn hafði ekki verið fullskipuð þannig það er gleðilegt að fá Jóhönnu Svövu inn í stjórn.

Fleira var ekki gjört, fundi slitið kl. 18:00

Soffía B. Sverrisdóttir


 

 Fundargerd Heiltons 2018 01.03

Stjórnarfundur haldinn að Stórhóli 7, Húsavík kl. 20.

Mættar eru Soffía, Helga Soffía og Jóhanna.

Rædd er skipulagning á Degi tónlistarskólanna sem haldinn er 10. mars næstkomandi. Ákveðið að vera með lítið kaffihús með vöfflusölu til fjáröflunar og gera daginn eftirminnilegri. Ekki valin börn að þessu sinni til að keppa á Nótunni, þannig að blómum var sleppt í þetta sinn.

Fundi slitið kl. 21.

Soffía B. Sverrisdóttir