Innheimta skólagjalda

Nýtt innheimtuferli skólagjalda Tónlistarskóla Húsavíkur

Tveir greiðsluseðlar verða sendir á önn; sá fyrri um miðjan október og sá síðari um miðjan nóvember á haustönn en um miðjan mars og miðjan apríl á vorönn. Bankakostnaður er 240 kr. á hvern seðil.

Gjalddagi verður 15.-20. hvers mánaðar og einddagi 3-5 dögum seinna.

Innheimta vanskila; innheimtuviðvörun verður send sjálfkrafa til greiðanda 15 dögum eftir gjalddaga sé krafan enn ógreidd. Vinsamlega athugið að ef ekki er greitt á réttum tíma eða samið um greiðslur við  ritara tónlistarskólans þá fara vanskil í innheimtu með tilheyrandi kostnaði.

Bréf þetta jafngildir þjónustusamningi þar sem kennsla fer fram í samræmi við það fyrirkomulag sem lýst er hér að ofan, skóladagatal og stundaskrá. Skólanum ber að bæta nemanda upp kennslu sem fellur niður vegna veikinda kennara ef kennsla nær ekki 15 vikum á önn. Uppbót vegna fjarvista kennara getur verið með tvennum hætti: Viðbótarkennslustundum þannig að þær nái tilskyldu lágmarki, eða með afslætti á skólagjöldum í réttu hlutfalli við þá skerðingu sem um ræðir. 
Hætti nemandi í námi þegar 1/3 af önninni er lokið verða skólagjöldin ekki endurgreidd. Litið er svo á að nemandi og/eða forráðamenn samþykki samning þennan ef engar athugasemdir eru gerðar í síðasta lagi hálfum mánuði eftir útgáfu þjónustusamnings þessa.

Ef einhverjar spurningar vakna þá hafið samband á skrifstofu Tónlistarskóla Húsavíkur í síma 464-7290 eða á netfangið ritari@tonhus.is.

Gjaldskrá skólans