Innheimtuferli skólagjalda Tónlistarskóla Húsavíkur
Frá og með haustinu 2019 munu skólagjöld tónlistarskólans fara í gegnum greiðslumiðlunina Nora og því er nú hægt að nota frístundastyrk Norðurþings til að greiða niður skólagjöldin. Forráðamenn fara því inn í á Nora-síðu Norðurþings til að velja greiðslumáta skólagjaldanna, nota frístundastyrkinn og ganga frá greiðslunni.
Greiðendur skólagjalda hafa til miðjan október á haustönn og út febrúar á vorönn til að ganga frá greiðslum skólagjalda en eftir það verða skólagjöld þeirra sem ekki hafa farið inn í Nora til að ganga frá greiðslu skólagjalda, sett á greiðsluseðla sem koma inn í netbanka viðkomandi. Ekki er hægt að nota frístundastyrkinn til niðurgreiðslu skólagjalda í þessari aðgerð.
Upplýsingar um NORI greiðslukerfi er á heimasíðu Norðurþings og skráir fólk sig inn í kerfið hér https://nordurthing.felog.is/ Það þarf að nota rafræn skilríki eða Íslykil til að skrá sig inn í kerfið.
- Þegar inn í kerfið er komið sést nafn forráðamanns og nemanda/nemenda á hans framfæri.
- Ef smellt er á bláa hnappinn við nafn forráðamanns sem á stendur „STILLINGAR“ opnast gluggi með upplýsingum sem hægt er að breyta eða bæta við.
- Ef smellt er á textann „SKRÁNING Í BOÐI“ lengst til hægri í línunni með nafni nemanda, opnast möguleiki á að „GREIÐA NÁMSKEIГ
- Þegar smellt er á „GREIÐA NÁMSKEIГ sést upphæð skólagjaldsins. Þarna er hægt að velja að nota frístundastyrkinn, greiðslumáta (Greiðsluseðill (reikningur í banka) eða Kreditkort) og fjölda greiðslna (ein, tvær eða þrjár).
Ekki hika við að koma í heimsókn eða hafa samband við okkur á skrifstofunni ef ykkur vantar aðstoð eða þið hafið spurningar varðandi þetta.
Ef einhverjar spurningar vakna þá hafið samband á skrifstofu Tónlistarskóla Húsavíkur í síma 464-7290 eða á netfangið ritari@tonhus.is.
Gjaldskrá skólans