Innritun

Innritun í tónlistarskólann fer fram á haustin. Þeir nemendur sem hafa verið í námi við skólann sitja fyrir námi ef takmarka þarf fjölda nemenda á einstök hljóðfæri. Við annaskil í janúar þurfa nemendur sem eru í námi ekki að innrita sig að nýju en þeir sem hugsa sér að hætta eiga að tilkynna það fyrir 15. desember. Ef hægt er að taka við nýjum nemendum er auglýst innritun í viðkomandi nám fyrir 15. janúar.

 

Umsóknareyðublað