Almennt um námið

Boðið er upp á nám á allflest hljóðfæri og söng. Nemendur skólans geta einnig verið innritaðir í kór eða hljómsveitarstarf án þess að vera í einkatímum í tónlist.

Fornám í tónlist sem kennt er í samstafi við leikskólana og Borgarhólsskóla (sjá “tónlistarverkefnið “) fer fram í hópkennslu. Einnig er boðið upp á tónlistarnám í hópum sem valgrein fyrir 9. og 10. bekk (sjá tónlist sem valgrein í 9. og 10. bekk).

Að öðru leyti fer tónlistarnám að jafnaði fram í einkatímum. Heill 1/1 nemandi sem kallað er fær 60 mín. kennslu í aðalgrein á viku auk tónfræðigreina. Nemendur geta einnig innritast sem 2/3 (40 mín.) 1/2 ( 30 mín) og mismunandi stærðir hópa eftir eðli þess náms sem um ræðir. Í nokkrum tilfellum getur verið um það að ræða að námið fari fram að hluta fram í hóptímum á móti einkatímum. Er það að miklu leyti á valdi hvers kennara að skipuleggja námið á sem árangursríkastan og skilvirkastan hátt.

Í aðalnámskrá tónlistarskóla sem tekið hefur gildi er tónlistarnámi skipt í þrjá megin áfanga; grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Hverjum námsáfanga fyrir sig líkur með áfangaprófi í hljóðfæraleik og tónfræðigreinum. Sjá nánar bls. 17 aðalnámskrá.