Tónfræðinám

Samkvæmt bráðabirgðaútgáfu í tónfræði er gert ráð fyrir að kennd sé samþætt tónfræði í grunn- og miðnámi er. Þar er unnið samhliða með tónfræði, tónheyrn og tónlistarsögu. Þessir þættir fléttast saman við margvíslega virkniþætti s.s. hljóðfæraleik, söng, hreyfingu lestur, ritun, hlustun, greiningu og sköpun.
Innan Tónlistarskóla Húsavíkur er stefnt að því að hljóðfærakennarar kenni hefðbundna tónfræði sem hluta af hljóðfæranáminu en að nemendur í 5. til 7. bekk sæki sérstaka tónfræðitíma þar sem megináherslan er lögð á tónheyrn, hlustun, greiningu og tónlistarsögu. Leitast er við að hafa þessa tíma í beinu framhaldi af tímum í Borgarhólsskóla. Allir nemendur frá 2. til 7. bekk taka tónfræðipróf í lok vorannar. Að meginhluta er notast við kennsluefni sem samið er eða þýtt af kennurum tónlistarskólans. Beðið er eftir útkomu tónfræðinámskrár til þess að hægt sé að ljúka gerð kennsluefnis fyrir grunnnámið og að hægt verði að skipuleggja inntak og fyrirkomulag tónfræðináms í öllum námsáföngum.