Tónfræðinám

f lykillSamkvæmt aðalnámsskrá tónlistarskóla er gert ráð fyrir að kennd sé samþætt tónfræði og hljóðfæra/söngnám. Þar er unnið samhliða með tónfræði, tónheyrn og tónlistarsögu. Þessir þættir fléttast saman við margvíslega virkniþætti s.s. hljóðfæraleik, söng, hreyfingu lestur, ritun, hlustun, greiningu og sköpun.
Innan Tónlistarskóla Húsavíkur er stefnt að því að hljóðfærakennarar kenni hefðbundna tónfræði sem hluta af hljóðfæranáminu en að nemendur sem komnir eru nokkuð áleiðis í tónlistarnáminu sæki sérstaka tónfræðitíma þar sem megináherslan er lögð á tónheyrn, hlustun, greiningu og tónlistarsögu. Leitast er við að hafa þessa tíma í beinu framhaldi af tímum í Borgarhólsskóla. Að meginhluta er notast við kennsluefni sem samið er eða þýtt af kennurum tónlistarskólans.