Fundargerðir 2017

27. september 2017 kl. 16 í kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur.

Mætt eru Árni Sigurbjarnarson skólastjóri, Arna og Soffía. Þakkargrein rædd. Umræða um tónleika með kennurum eða gömlum nemendum. Fram kemur að 3 nýir kennarar eru að störfum við skólann. Tveir þeirra fara í Mývatnssveit tvisvar í viku. Í Lund fer einn kennari einu sinni í viku frá Húsavík auk Reynis sem þar er staðsettur.

Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 16:15


Stjórnarfundur í Heiltóni 26. september 2017 á kaffihúsinu Hvalbak, Húsavík kl. 16.

Mættar eru Arna, Jóhanna, Helga Soffía og Soffía.

Umræða um uppkast að þakkargrein vegna söfnunarinnar til hljóðfærakaupa síðasta vetur.

Jóhanna tekur við formannskeflinu af Örnu. Soffía er áfram ritari og Helga Soffía er gjaldkeri áfram.

Rætt er um hljóðfærakaupasöfnunina og álagningarseðla sem sendir voru út í vor.

Reifuð hugmynd um tónleika sem kennarar eða gamlir nemendur myndu halda á Húsavík til styrktar Heiltóni.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.17

Soffía B. Sverrisdóttir


Aðalfundur Heiltóns, hollvinasamtaka Tónlistarskóla Húsavíkur haldinn 6. apríl 2017 kl 17 Í kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur (TH)

Á fundinn komu Árni Sigurbjarnarson skólastjóri T.H. og Adrienne D. Davis deildarstjóri, Arna Þórarinsdóttir formaður, Helga Soffía Bjarnadóttir gjaldkeri, Soffía B. Sverrisdóttir ritari, Jóhanna Kristjánsdóttir meðstjórnandi og Kristjana Lilja Einarsdóttir meðstjórnandi.

Arna setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Helga Soffía fór yfir ársreikning samtakanna. Þeir voru samþykktir samhljóða.

Árni fékk orðið og flutti smátölu. Hann byrjaði á að þakka fyrir söfnun Heiltóns til hljóðfærakaupa. Skólastjóri fékk hugmyndir hjá kennurum um hvaða hljóðfæri skyldi kaupa. Niðurstaðan var að kaupa söngkerfi og hljóðfæri. Þau eru mest notuð fyrir austan þar sem Reynir Gunnarsson æfir rokktónlist af miklum móð.  Árni gaf Adrienne orðið sem lýsti starfi Reynis í Lundi frá 2011 og hvernig þessi nýju hljóðfæri  gera kleift að æfa meðal annars rokktónlist. Reynir hafði að hluta notað eigin hljóðfæri fram að þessu. Þetta eru vönduð hljóðfæri og búnaður.

Árni tók aftur til máls og kynnti samkomulag um samstarf milli Skútustaðahrepps og TH. Sólveig Jónsdóttir skólastjóri í grunnskólans í Reykjahlíð sér um að leggja til starfshlutfall á móti TH sem réði tónlistarkennarann. Krista Sildoja sem ráðin var í haust í eitt ár, er á förum. Framhald verður á þessu samstarfi og nokkrar umsóknir eru komnar fyrir næsta vetur. Árni og Adrienne yfirgáfu nú fundinn.

Að loknum umræðum kom fram tillaga frá stjórn um að setja á árgjald; 2000 krónur. Var það samþykkt samhljóða. Ákveðið var að senda valgreiðslu í heimbanka félagsmanna.

Kristjana Lilja gaf ekki kost á sér áfram til stjórnarsetu. Soffía og Helga Soffía gáfu kost á sér áfram til sinna embætta. Arna og Jóhanna gáfu kost á sér áfram til stjórnarsetu. Næstu fundur klárar skiptingu embætta.

Fundi slitið kl 18.

Fleira ekki gjört, Soffía B. Sverrisdóttir ritari.


Stjórnarfundur 6. mars 2017 í kaffistofu TH Húsavík kl. 16. Mætt eru Soffía, Arna, Jóhanna og Árni.

Árni Sigurbjarnarson skólastjóri fór yfir hljóðfæri sem pöntuð hafa verið og Heiltónn ætlar að færa skólanum. Þar má telja; hljóðkerfi, klassískan gítar, rafmagnsgítar, magnara og fleira. Hluti fer til austursvæðis og hluti á Húsavíkursvæðið.

Dagur tónlistarskólanna verður á Húsavík laugardaginn 11. mars. Að venju mun Heiltónn veita öllum smá viðurkenningu fyrir tónlistarflutninginn. Einnig munum við afhenda hljóðfærin sem Heiltónn gefur skólanum. Í tilefni af því að 20 ára eru liðin frá því að Tónlistarskóli Húsavíkur flutti inn í nýtt sér hannað húsnæði mun Heiltónn ásamt Tónlistarskólanum bjóða upp á veitingar í hléi á milli tónleika. Boðið verður uppá  afmælistertu og kleinur.

Skipuleggja þarf í vikunni þennan dag og skjöl  og greiðslu vegna hljóðfæranna.

Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17:15

Soffía B. Sverrisdóttir


Stjórnarfundur 31. Janúar 2017

Haldinn í kaffistofu Tónlistarskóla Húsavíkur kl.16. 

Mætt eru Árni skólastjóri, Arna og Soffía.

Fram kom að dagur tónlistarskólanna er 25. febrúar.

Endanlega tala úr söfnunni hjá fyrirtækjum á svæðinu er ekki komin en er líklega komin upp fyrir 500.000-

Árni hefur farið yfir með kennurum sínum hvaða hljóðfæri séu á óskalista til innkaupa. Þar er hljóðkerfi efst á blaði auk hljóðfæra bæði á Húsavík og fyrir austan. Fram kemur að líklega geti Borgarhólsskóli samnýtt nýtt hljóðkerfi með Tónlistarskólanum.

Árni ætlar að skoða verð og tegundir og leggja drög að því að panta.

Ætlum að afla upplýsinga hvernig staðið sé að því þegar hollvinasamtök kaupa t.d. hljóðfæri og gefa síðan.

Fleira ekki gjört, fundi slitið kl. 17.

Soffía B. Sverrisdóttir