Vegna verkfalls 24.október

Kæru nemendur og forráðamenn.

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til heils dags kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október næstkomandi. Konur og kvár sem geta, munu þá leggja niður störf. Kvennaverkfallið er baráttudagur fyrir jafnrétti á vinnumarkaði og tekur launafólk þátt á eigin forsendum og samkvæmt eigin ákvörðun. Munu því þær konur sem kenna við tónlistarskólann leggja niður störf, tímar annara kennara munu halda sér.

Skólastjóri