Veglegur styrkur frá Heiltón hollvinasamtökum skólans.

Heiltónn hollvinasamtök Tónlistarskólans styrktu skólann til kaupa á 12 plast hljóðfærum.

Hljóðfærin munu koma sér vel fyrir yngstu nemendur skólans og er það liður í að koma á öflugri blásaradeild að nýju.

Það er skólanum mikils virði að hafa slík samtök og þökkum við þeim kærlega fyrir þennan styrk.

Það voru þær Soffía Sverrisdóttir, Helga Soffía Kristjánsdóttir, Arna Þórarinsdóttir og Jóhanna Svava Sigurðardóttir sem komu fyrir hönd stjórnar heiltóns og afhentu styrkinn.

Skólastjóri