Systur í heimsókn

Við fengum frábæra heimsókn í dag á sal en það voru þær systur Sigga, Beta og Elín Eyþórsdætur. Þær systur ásamt Eyþóri bróðir þeirra og Kidda trommara eru á tónleikaferðalagi um landið og voru á Gamla Bauk með fráæra tónleika í gær. Þær voru svo yndislegar að koma við hér í skólanum áður en þær héldu lengra og spiluðu og sungu fyrir alla nemendur skólans, eins var streymt frá heimsókninni í Lundi og á Raufarhöfn. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
Skólastjóri