Skólagjöldin send til greiðslu

Kæru foreldrar og nemendur

Vinsamlegast athugið að fimmtudaginn 15. október verður skólagjöldum, þeirra sem ekki hafa farið inn í Nora til að ganga frá greiðslu skólagjalda, skipt niður á þrjá greiðsluseðla. Greiðsluseðlarnir koma þá inn í netbanka viðkomandi með eindaga í nóvember, desember og janúar. Athugið að í þessu tilfelli verður ekki nýttur frístundastyrkur Norðurþings. 

Ef einhver er óöruggur með að fara inn í Nora má finna ágætar leiðbeiningar hér. Ekki hika við hafa samband ef ykkur vantar aðstoð eða hafið spurningar varðandi þetta.  

*Gangið frá greiðslu skólagjalda eigi síðar en miðvikudaginn 14. október ef þið viljið nota frístundastyrkinn*