Marimba Hópurinn á ferðalagi

Marimba hópurinn eftir tónleika
Marimba hópurinn eftir tónleika

Marimba hópurinn á ferðalagi

 Ásta Magnúsdóttir tónmenntakennari Smáraskóla var að byrja að kenna marimba nýlega og vildi fá okkar nemendur í heimsókn til að kynna hljóðfærin í skólanum.

5 nemendur frá Tónlistarskóla Húsavíkur ásamt Adrienne kennara fóru til Kópavogs.  Hópurinn spilaði þrisavar sinnum á föstudagsmorgun fyrir yngsta-, mið- og unglingastig.  Svo var farið inn í kennslustund með Ástu og aðstoðað við kennslu í 5. og 7. bekk. Það voru 12-15 nemendur í hvorum hóp svo okkar fólk hafði nóg að gera við að aðstoða. Þetta var í fyrsta skipti sem krakkarnir héðan fara til að kenna öðrum og þau stóðu sig vel. Eftir „vinnuna“ var farið saman í Smáralind og svo út að borða.

Á laugardaginn voru æfingabúðir með þeim nemendum Smáraskóla sem höfðu skráð sig á námskeiðið. Nemendurnir sem mættu á laugardaginn höfðu spilað marimba aðeins lengur en þeir sem voru í tíma á föstudaginn og það var mjög gaman að vinna með þeim og kenna þeim ný lög.  

Það var allsstaðar tekið vel á móti hópnum og allir skemmtu sér vel.  Það var þreyttur en ánægður hópur sem kom heim til Húsavíkur á sunnudaginn.

Marimba hópurinn á ferðalagi 11. & 12. mars 2022