Í stuði saman - 3. vinnustofan verður 20.-21. mars

Í stuði saman eru vinnustofur fyrir tónlistarnemendur 10 ára og eldri, sama á hvaða hljóðfæri þeir eru að læra.

Á vinnustofunum fá tónlistarnemendur tækifæri til að taka þátt í vinnustofum þar sem þeir kynnast öðrum upprennandi tónlistarmönnum og spila í hljómsveit með reyndum hljóðfæraleikurum. Á vinnustofunum læra nemendur á ferlið frá fyrstu hikandi skrefum til fullbúins lags, sem meðal annars felst í því að taka skapandi og listrænar ákvarðanir, þroska sinn persónulega stíl, tjá skoðanir sínar, taka tillit til annarra og svo auðvitað að ná betri tökum á hljóðfæri sínu.

Vinnustofurnar eru samstarfsverkefni Tónasmiðjunnar og tónlistarskólanna í Norðurþingi, Mývatnssveit og Þingeyjarsveit og stendur til boða öllum nemendum tónlistarskólanna sem eru í 5. bekk grunnskóla eða eldri, þeim að kostnaðarlausu. Kennarar tónlistarskólanna undirbúa tónlistarnemendur sína fyrir vinnustofurnar með því að kenna þeim lögin sem spiluð verða. Vinnustofurnar fara fram í húsnæði Tónasmiðjunnar á Húsavík og umsjón með þeim er í höndum Elvars Bragasonar.  

Vinnustofurnar verða eina helgi í mánuði, laugardag og sunnudag, frá febrúar til maí og líkur hverri vinnustofuhelgi á því að lögin verða spiluð og tekin upp á myndband sem nemendur fá. Hér eru myndir af liðnum vinnustofum.

Lokahátíð Í stuði samanLokahátíð vinnustofanna Í stuði saman átti að vera sunnudaginn 2. Maí, í Húsavíkurkirkju, en henni hefur nú verið frestað fram í júní vegna farsóttarinnar Covid-19. Þar taka nemendur vinnustofanna þátt í glæsilegri tónleikasýningu „Í gegnum tíðina“ og spila lögin sem þeir lærðu á vinnustofunum með hljóðfæraleikurum og söngvurum Tónasmiðjunnar. Heiðursgestir tónleikanna verða Stefán Jakobsson söngvari og Jens Hansson saxafónleikari. Ágóði af sýningunni mun renna til Húsavíkurkirkju sem gjöf frá Tónasmiðjunni og gestum.   

Þriðja vinnustofan verður helgina 20.-21. mars á eftirfarandi tímum:  

  • Hópur 1 er fyrir nemendur í 5.-7. bekk og æfir laugardaginn 20. mars kl. 10:00-11:30 og kl. 12:30-14:00
  • Hópur 2 er fyrir nemendur í 8.-10. bekk og æfir sunnudaginn 21. mars kl. 10:00-11:45 og 13:00-14:45
  • Hópur 3 er fyrir 16 ára og eldri og æfir laugardaginn 20. mars kl. 14:30-15:30 og kl. 16:00-17:00

ATH: Vinnustofurnar eru ekki bara fyrir þá sem spila á trommur, gítar, bassa, píanó eða syngja; þær eru líka fyrir þá sem spila á flautu, ukulele, básúnu, klarinett, harmoniku, trompet og öll hin hljóðfærin.

Verkefnið er stutt af 

Fjórða og síðasta vinnustofan verður laugardaginn 15. maí.