Guðni Bragason hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla

Guðni Bragason
Guðni Bragason

Guðni Bragason hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur og mun hann hefja störf 1. júlí.

Guðni stundaði á árunum 1994-2002 nám við tónlistarskóla FÍH þar sem hann lauk 7. stigi á trompet, 4. stigi á rafbassa, 3. stigi á trommur/slagverk og 2. stigi á jasspíanó. Guðni hefur frá árinu 2000 kennt tónmennt og á hin ýmsu hljóðfæri í Smáraskóla, Tónlistarskóla Húsavíkur, Þingeyjarskóla og Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Á árunum 2011-2015 starfaði Guðni sem deildarstjóri tónlistardeildar Hafralækjarskóla. Guðni hefur auk þess mikla reynslu af þátttöku í og umsjón með tónleikum, stjórnun kóra, hljómsveita og skipulagningu viðburða.

Við bjóðum  Guðna hjartanlega velkominn til starfa.