Getum bætt við nemendum á vorönn

Tónlistarskóli Húsavíkur auglýsir innritun á vorönn 2019. Við getum bætt við nemendum m.a. í eftirtöldum námsgreinum:

 Fiðlu, selló, söng, píanó, gítar og bassa.

Við vekjum sérstaklega athygli á því að ráðinn hefur verið að skólanum fiðlukennari og getum við því boðið aftur upp nám á strengjahljóðfæri.

Umsóknareyðublað má finna á heimasiðu Tónlistarskólans www.tonhus.is

Einning er tekið á móti umsóknum í síma 464-7290 og á ritari@tonhus.is

Umsóknarfrestur er til 18. janúar.