Velkomin í Tónlistarskólann 2020-2021

Kæru foreldrar og nemendur

Eftir sólríkt sumar að mestu leyti líður senn að því að nýtt skólár hefjist. Þetta hefur verið afdrifaríkt sumar fyrir okkur í skugga COVID en við erum bjartsýn á það að endurkoma COVID muni ekki trufla starf tónlistarskólans í vetur.

Kennarar okkar koma til starfa miðvikudaginn 19. ágúst og hefst kennsla þriðjudaginn 25. ágúst. Tveir nýir kennarar koma starfa við skólann í vetur:

  • Brynjar Friðrik Pétursson er klassískur gítarleikari frá Húsavík sem lauk meistaranámi í sumar frá Luca School of Arts í Belgíu.
  • Jón Þorsteinn Reynisson, harmonikuleikari frá Skagafirði, tekur við af Árna Sigurbjarnarsyni, en hann lauk meistaraprófi í Harmonikuleik árið 2018 frá Konunglega danska tónlistarháskólanum og hefur kennt tónlist á Akureyri og í Eyjafirði síðastliðin tvö ár.

Aðrir kennarar skólans eru:

  • Adrienne D. Davis: Þverflauta, klarinett, blokkflauta og marimba
  • Ervin Sokk: Rafbassi, trommur, rafgítar, rytmískt píanó og hljómsveit
  • Gunnar Illugi Sigurðsson: Trommur og hljómsveit
  • Judit György: Klassískt píanó og blokkflauta
  • Line Werner: Gítar, blokkflauta og marimba
  • Piret Pajusaar: Fiðla, dægurlagasöngur, rytmískt píanó, marimba og hljómsveit
  • Steinunn Halldórsdóttir: Klassískt píanó og blokkflauta

 Að lokum viljum við minni ykkur á að sækja rafrænt um nám við tónlistarskólann á heimasíðu skólans.