Af hjartans list

Af hjartans list er samstarfsverkefni Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla, Tónlistarskóla Húsavíkur, Tónasmiðjunnar, Leikfélags Húsavíkur og foreldrafélags Grunnskóla Raufarhafnar. Samstarfsaðilar fengu styrk til að framkvæma verkefnið frá Uppbyggingarsjóði Eyþings.

Verkefnið hófst formlega í lok janúarmánaðar með því að nemendur völdu hvaða þætti þeir vildu taka að sér og heildarmynd verkefnisins var sett saman. Ákveðið var að æfa og setja upp söngleik þar sem, Af hjartans list í Lundieins og gefur að skilja, skiptast á leikatriði og tónlistaratriði sem nemendur velja sjálfir en passar inn í þema söngleiksins. Elvar Bragason, tónlistarstjóri verkefnisins, hefur farið austur í Lund og á Raufarhöfn að minnsta kosti einu sinni í viku hverri frá janúarmánuði til að æfa með þeim nemendum sem koma fram í tónlistaratriðum verksins. Tónlistarkennararnir Ervin Sokk og Piret Pajusaar hafa þjálfað nemendurna í hljóðfæraleik og söng í kennslutímum sínum í tónlistarskólanum og kennarar grunnskólanna hafa séð um að æfa leikatriði og fleira sem að leikþáttunum snýr. Samhliða öllu þessu hefur Tónasmiðjan verið að gera heimildarmynd um verkefnið sem verður sett á mynddisk ásamt upptöku af söngleiknum sem þátttakendur í verkefninu fá afhentan. Til stóð að hafa sýningu á söngleiknum í Hnitbjörgum á Raufarhöfn í þessari viku, en vegna sóttvarnarreglna verður söngleikurinn tekinn upp og settur í mynddisk.

Af hjartans list hefur gengið glimrandi vel og verður mjög spennandi að sjá afrakstur vinnunnar á önninni.

Sóknaráætlun Norðurlands eystra