Viðburðir / Fréttir

03.06.2020

Aðalfundur Heiltóns hollvinasamtaka tónlistarskólans

Aðalfundur Heiltóns, hollvinasamtaka tónlistarskólans á Húsavík verður haldinn fimmtudaginn 4. júní kl.16:30 í kaffistofu tónlistarskólans. Hvetjum félagsmenn til að mæta og nýir félagar velkomnir. Kaffiveitingar í boði stjórnar Heiltóns. Árið 2008 fóru áhugasamir velunnarar Tónlistarskóla Húsavíkur að huga að stofnun Hollvinasamtaka skólans. Í apríl 2009 voru svo samtökin stofnuð við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju 22. apríl. Þá lágu fyrir samþykktir Hollvinasamtakanna sem finna má hér á síðunni undir liðnum Hollvinasamtök.
03.06.2020

Námskeið Tónasmiðjunnar í sumar

Tónasmiðjan stendur fyrir námskeiðum í rafgítarleik og trommuslætti
26.05.2020

Störf laus til umsóknar

Lausar til umsóknar eru tvær 50% stöður við Tónlistarskóla Húsavíkur: 50% staða harmoníkukennara og 50% staða klassísks gítarkennara.