Í stuði saman eru mánaðarlegar vinnustofur í tónlist og samstarfsverkefni Tónasmiðjunnar og tónlistarskólanna í Norðurþingi, Mývatnssveit og Þingeyjarsveit. Vinnustofurnar gefa tónlistarnemendum á hvaða hljóðfæri sem er (og söng) tækifæri til að kynnast öðrum upprennandi tónlistarmönnum og spila saman í hljómsveit með reyndum hljóðfæraleikurum.