Viðburðir / Fréttir

28.09.2022

Foreldravika 3.-7. október

3. - 7. október verður foreldravika í skólanum þar sem foreldrum og forráðamönnum er boðið að koma í tíma með sínu barni og ræða námið við kennarann framvindu og markmið. Vonandi sjáum við sem flesta því að við vitum hversu mikilvægt er fyrir nemandann að stuðningur sé við námið heima fyrir. Bestu kveðjur TH
14.09.2022

Tónlistarnám fyrir fólk með sértækar stuðningsþarfir.

Tónlistarskólinn í samstarfi við miðjuna, þekkingarnet þingeyinga og félagsþjónustu þingeyinga bjóða nú í haust upp á tónlistarnám fyrir einstaklinga með sértækar stuðningþarfir. Með þessu vill tónlistarskólinn koma til móts við þessa einstaklinga og að allir njóti sömu réttinda og komi í skólann til okkar í tónlistarnám.
13.09.2022

Tónlist er fyrir alla

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, FÍH, STS og LHÍ stóðu fyrir ráðstefnu í Hörpu 8.og 9.sept og sótti hluti kennara TH hana. Flott ráðstefna og frábær grundvöllur fyrir kennara og stjórnendur tónlistarskóla landsins að hittast og stilla saman strengi.