Á Húsavík verða ljósin tendruð þann 28. nóvember á Vegamótatorgi.
Sólveig Halla flytur hugvekju og Katrín sveitarstjóri ávarpar gesti.
Band frá Tónlistarskóla Húsavíkur mun flytja nokkur lög og spila undir dansi í kringum jólatréð. Aldrei að vita nema rauðklæddir sveinar verði á svæðinu.
Soroptimistakonur verða með heitt kakó til sölu. Enginn posi á staðnum.