Skólinn

Við Tónlistarskóla Húsavíkur er fjölbreytt námsframboð.


Boðið er upp á einkatíma á flest fljóðfæri auk þess að skólinn sinnir hópkennslu við Borgarhólsskóla, Öxafjarðarskóla og Leikskólann Grænuvelli.


Samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla er tónlistarnámi skipt í þrjá megin áfanga; grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Hverjum námsáfanga fyrir sig líkur með áfangaprófi í hljóðfæraleik, söng og tónfræðigreinum.


Allir sem eru með lögheimili í Norðurþingi hafa aðgang að námi við tónlistarskólann en þeim sem eru ekki með lögheimili í Norðurþingi en vilja stunda nám við Tónlistarskóla Húsavíkur er bent á að tala við skrifstofu síns sveitarfélags til að kanna verklagsreglur þeirra þar að lútandi.