Námsgreinar

Fjölbreytt námsframboð er við skólann auk einkatíma á hljóðfæri býðst nemendum að taka þátt í samspili og nám í bóklegum greinum.

Alt horn

Alt horn er blásturshljóðfæri sem tilheyrir málmblástursfjölskyldunni. Alt horn eru til í mismunandi stærðum og hafa mismunandi nöfn í ólíkum löndum, s.s. tenórhorn, barítón, euphonium og jafnvel tenórtúba. Í talmáli er heitið þó oftar en ekki stytt í barítón

Alt horn gegnir veigamiklu hlutverki í ýmiskonar hljómsveitum, svo sem lúðrasveitum og brassböndum. Oft byrja ungir nemendur sem stefna á túbuleik á því að spila á barítónhorn á meðan þeir þjálfa upp lungun og stækka aðeins.

Básúna

Básúna er blásturshljóðfæri sem tilheyrir málmblástursfjölskyldunni. Básúnan hefur enga takka og er að því leyti frábrugðin hinum málmblásturshljóðfærunum. Tónhæðin breytist með hreyfingu sleðans ásamt varablæstrinum. Til þess að fá tón úr hljóðfærinu þarf að blása og purra í munnstykkið og þannig hljómar hinn djúpi og kröftugi tónn básúnunnar.

Fiðla

Fiðlan er minnsta hljóðfærið í strengjafjölskyldunni og hefur hæsta tónsviðið. Á fiðlu er haldið þannig að hljóðfærið er sett á vinstri öxl, og vanginn lagður á þar til gert bretti, hökubretti. Fingur vinstri handar eru síðan settir á strengina til að breyta tónum. Boginn hafður í hægri hendi og strokið eftir strengjunum.

Gítar

Klassíski gítarinn á líklega uppruna sinn í hinu forna arabíska hljóðfæri sem kallast „Oud“ og kom til Evrópu á 8.

Gítarinn er með sex strengi, þrír venjulega úr nylon og þrír silfur (stál) strengir. Það er spilað á hann með báðum höndum, fingur hægri handar mynda mismunandi tóna með því að þrýsta strengjunum niður og þeir vinstri plokka strengina mjúklega. Hljóðið er mjúkt, ávalt og afslappandi.

Harmonikka

Harmonikan er skilgreind sem hljómborðshljóðfæri en tæknilega séð er hún samblanda af blásturs- og hljómborðshljóðfæri; tónninn sem hljómar stafar af tónfjöðrum sem tiltra við loftstreymi frá belgnum. Allar tónfjaðrirnar eru litlar, einnig þær sem gefa djúpa bassatóna, og því er pláss fyrir marga tóna í hljóðfærinu sem gerir það að verkum að harmonikan hefur mjög breitt tónsvið þrátt fyrir að vera ekki svo stórt hljóðfæri.

Píanó

Nú til dags eru píanó algeng sjón á heimilum, í skólum og samkomuhúsum og víðar, enda eru þau vinsæl til undirleiks að ýmsum toga. Síðustu ár og áratugi hefur píanóið notið mikilla vinsælda og mikil ásókn er í að læra á hljóðfærið, enda er ekki of erfitt að stíga fyrstu skrefin og ná tökum á grunnatriðum. 

Til að ná árangri á hljóðfæri er nauðsynlegt að æfa sig reglulega heima. Til þess að það sé hægt er nauðsynlegt að nemandinn hafi aðgang að hljóðfæri. Píanó eru ekki til leigu í tónlistarskólanum og því þarf að útvega hljóðfæri með öðrum hætti, fá lánað eða kaupa. 

Rafbassi

Rafbassinn er ungt hljóðfæri. Hann var fundinn upp á fjórða áratug síðustu aldar en komst fyrst í almenna notkun upp úr 1950. Rafbassinn er ómissandi í rokk-, popp- og blústónlist en einnig notaður nokkuð í djass- tónlist.

Rafgítar

Fyrstu heimildir um rafgítar eru frá 1932 og fyrsta upptaka frá 1938. Það var einkum þörfin fyrir hljómsterkari gítar í stórsveitum sem varð til þess að rafgítarinn var fundinn upp. Rafgítarinn er ómissandi í rokk-, popp- og blústónlist en einnig notaður nokkuð í djass.

Söngur

Rytmískt söngnám er talsvert ólíkt öðru rytmísku hljóðfæranámi að því leiti að röddin sjálf er hljóðfærið. Hún er hluti af líkama hvers og eins og því einstök fyrir hvern einstakling. Röddin er einnig ólík mörgum öðrum hljóðfærum þar sem það er ekki hægt að ýta á einn takka til að framkvæma ákveðið hljóð. Þannig að söngur byggist mjög mikið á heyrninni okkar

Markmið rytmíska söngnámsins er að kenna nemendum heilbrigða raddbeitingu, túlkun, framkomu og míkrófóntækni. 

Trompet

Trompet er blásturshljóðfæri sem tilheyrir málmblástursfjölskyldunni. Til þess að fá tón úr hljóðfærinu þarf að blása og purra í munnstykkið, en þá hljómar hinn mjúki og mikilfenglegi tónn trompetsins.

Trompet gegnir veigamiklu hlutverki í mörgum hljómsveitum, svo sem sinfóníuhljómsveitum, stórsveitum, lúðrasveitum og djasshljómsveitum.Til eru nokkrar gerðir trompeta. Algengastar eru trompet og kornett, en kornettinn er styttri en trompetinn og tóninn örlítið mýkri fyrir vikið. Aðrar týpur eru t.d. flugelhorn, sem er stærri og svo pikkolótrompetinn sem minnstur í trompetfjölskyldunni.

Ukulele

Uppruni hljóðfærisins er rekinn til Hawaii en þangað komu 3 Portúgalir frá eyjunni Madeiru og bjuggu til hljóðfærið á Hawaii og seldu þar nokkrum árum seinna. Ýmsar sögur eru til um nafngiftina á hljóðfærinu og til dæmis er sagt að innfæddir sem sáu Portúgalina spila á hljóðfærið hafi orðið undrandi á hraða fingra þeirra, ukulele þýðir einmitt hoppandi fló á máli innfæddra, önnur saga segir að ukulele merki gjöfin sem kom hér, því uku þýðir gjöf eða verðlaun og lele sem merkir að koma á máli innfæddra (Hawaiiska). Enn fleiri sögur eru til af nafngiftinni og því hefur aldrei verið staðfest hvaðan nafnið kemur eða hvað það merki raunverulega, en sagan um það að fingur Portúgalans hafi litið út eins og hoppandi flær í augum innfæddra þykir einna líklegust.
Hinn týpíski ukulele er oftast stilltur G-C-E-A, frá þeim dýpsta til hins hæsta fyrir utan það að G-strengurinn er stilltur áttund ofar en þó eru til fleiri stillingar og einnig fleiri tegundir af hljóðfærinu, s.s. baritón ukulele og tónleika ukulele.

Hljóðfærið er lítið og einstaklega þægilegt til þess að ferðast með og er á tíðni sem skerst ekki á við talmál og því er lítið mál að tala meðan spilað er á ukulele þó svo að hljóðfærið geti verið nógu hávært til þess að spila með lögum í veislu og gott hljóðfæri til að taka með í útilegur og fleira.

Þverflauta



Þverflautan er blásturshljóðfæri sem tilheyrir tréblástursfjölskyldunni. Í gamla daga voru þverflautur úr tré og þess vegna tilheyrir þverflautan tréblásturshljóðfærunum. Í dag eru þverflautur gerðar úr málmi,

Þverflautan er að sumu leyti lík blokkflautunni, en nafnið kemur til af því að henni er haldið þvert á líkama þverflautuleikarans. Mikilvægt er að nemandinn læri strax í upphafi að beita líkamanum á eðlilegan hátt og nái að halda flautunni í jafnvægi án áreynslu.