Samþykkt skólans

1. grein.

Skólinn heitir Tónlistarskóli Húsavíkur. Húsavíkurbær er eigandi hans. Bæjarstjórn Húsavíkur fer með yfirstjórn skólans.

2. grein.

Skólinn starfar eftir gildandi lögum og reglugerðum um tónlistarskóla.

3. grein.

Markmið skólans er að veita almenna tónlistarfræðslu og vinna að eflingu tónlistarlífs á Húsavík. Þessum markmiðum hyggst skólinn ná meðal annars með því:

  • að annast kennslu í hljóðfæraleik og söng, ásamt kennslu í öðrum tónlistargreinum sem gert er ráð fyrir í námskrám tónlistarkennara.

  • að búa nemendum fjölbreytt skilyrði til að þroska tónlistarhæfileika og sköpunargáfu þar sem tekið er tillit til þroska og getu hvers einstaklings.

  • að skapa verðmæt og varanleg áhugamál fyrir hvern nemanda og gera þá að virkum hlustendum tónlistar og þáttakendum í tónlistarlífi.

  • að standa opinn jafnt börnum sem fullorðnum eftir því sem aðstæður leyfa.

  • að eiga samvinnu við aðrar menningar- og uppeldisstofnanir s.s. grunnskóla, framhaldsskóla, leikskóla, safnahús og kirkju.

  • að styðja við áhugahópa um tónlist og menningu s.s. hljómsveitir, tónlistarfélög, kóra, leikfélög og fleiri aðila.

  • að eiga hljóðfæri til þess að auðvelda nemendum aðgang að skólanum og verði þau leigð nemenum fyrstu námsárin eftir því sem tök eru á.

  • að undirbúa nemendur fyrir framhaldsnám í tónlist.

  • að uppfylla allar þær kröfur sem Menntamálaráðuneytið setur varðandi námsmat og próf.

14. grein.

Samþykkt þessi er sett af bæjarstjórn Húsavíkur hinn 26.06.97 og staðfestist hér með.
Reglugerð um Tónlistarskólann er í endurskoðun.