Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Ný önn í tónlistarskólanum

  Almennt - mánudagur 11.jan.16 09:35 - Lestrar 149

  Annarskil eru í Tónlistarskóla Húsavíkur um miðjan janúar. Laus pláss eru í söngnám við skólann. Umsóknarfrestur er til 16. janúar. Ef um breytingar eða brottfall er að ræða hjá nemanda eru forráðamenn vinsamlega beðnir um að láta vita af því til skólans. 

  Skrifstofan er opin milli kl. 09:00 til 13:00                                                                                                              sími: 464-7290        netfang:www.tonhus.is


 • Litlu jólin

  Almennt - föstudagur 18.des.15 11:47 - Lestrar 406

  Jólalögin óma hér í tónlistarskólanum enda standa yfir litlu jólin. Börn og starfsfólk dansar í kringum jólatréð og sveinkarnir mættir í hús. Nemendur sem stunda tónlistarnám sjá um undirleik ásamt kennurum sínum og föngulegur hópur ungra meyja fer fyrir söngnum. Starfsfólk skólans sendir nemendum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleði og frið á jólum. Skólinn hefst aftur 5. janúar.

 • Tónleikar í desember

  Almennt - fimmtudagur 19.nóv.15 11:23 - Lestrar 630

  Jólatónleikar Tónlistarskóla Húsavíkur

   í sal Borgarhólsskóla

   

  Þriðjudaginn 8. des. kl. 20:00

  Miðvikudaginn 9. des. kl. 20:00

  Fimmtudaginn 10. des. kl. 20:00

  Föstudaginn 11. des kl. 20:00

  Laugardaginn 12.  des. Lifandi tónlist út í bæ.

  Mánudaginn 14. des kl. 20:00

  Þriðjudaginn 15. des. kl. 20:00

  Miðvikudaginn 16. des. kl. 18:00

   

  Mánudaginn 14. desember verða einnig tónleikar

  í deild tónlistarskólans  í Lundi.


 • Nemendatónleikar

  Almennt - mánudagur 2.nóv.15 11:27 - Lestrar 745

  verða í sal Borgarhólsskóla þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20:00.

  Allir velkomnir
  Tónlistarskóli Húsavíkur

 • Foreldraviđtöl

  Almennt - ţriđjudagur 27.okt.15 10:08 - Lestrar 529
  verða í tónlistarskólanum vikurnar 2. - 6. og 9. - 13. nóvember. Börnin munu fá skráða viðtalstíma og koma með heim úr skólanum. Foreldrar geta haft samband við kennara ef tímaskráning hentar ekki og fengið nýjan tíma.

  Kennarar tónlistarskólans.

 • Skráning á haustönn 2015

  Almennt - mánudagur 24.ágú.15 10:04 - Lestrar 803
  hefst þriðjudaginn 25. ágúst, skrifstofan er opin milli kl. 09:00 - 17:00 og tekið verður við umsóknum fram yfir fimmtudag 27. ágúst. Einnig er hægt að hafa samband í síma 464-7290 á opnunartíma. Kennsla í verkefnum hefst á fimmtudag, kennarar verða í sambandi við sína nemendur hvað varðar einkatíma.

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning