Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Tónleikar

  Almennt - mánudagur 20.apr.15 10:48 - Lestrar 46
  Reynir Gunnarsson

  Fimmtudaginn 23. apríl á sumardaginn fyrsta verður

  Reynir Gunnarsson bassasöngvari með tónleika í Miðhvammi kl. 14:00.
  Með honum leikur Steinunn Halldórsdóttir á píanó.
  Reynir er að undirbúa framhaldspróf en þar þarf hann að leggja fram lista
  með 11 verkum sem þurfa að vera frá mismunandi tímum söngbókmenntanna.

  Kennari Reynis er Hólmfríður Benediktsdóttir.
  Söngháhugafólk er hvatt til að mæta. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir.

 • Ađalfundur Heiltóns

  Almennt - föstudagur 17.apr.15 11:20 - Lestrar 39
  Aðalfundur samtakanna stendur nú fyrir dyrum. Nokkrir munu ganga úr stjórn og það vantar gott og áhugasamt fólk í stjórnina. Á heimasíðu Tónlistarskólans er hægt að skoða samþykktir félagsins og fundargerðir til að glöggva sig á hvað hollvinasamtökin standa fyrir og eru að gera. Hér er tækifæri til að styðja við öflugt tónlistarstarf tónlistarskólans. Þeir sem áhuga hafa á að starfa í stjórn mega gjarna hafa samband við Örnu í síma 846 2651 eða Soffíu í síma 865 9778.
  Aðalfundur samtakanna verður haldinn á þriðjudaginn kemur, 21. apríl kl. 18:00 í kaffistofu Tónlistarskólans í Borgarhólsskóla á Húsavík. Gangið inn um inngang Skólagarðsmegin.
  Í stjórn eru núna Arna Þórarinssdóttir formaður, Helga Soffía Bjarnadóttir gjaldkeri, Soffía B. Sverrisdóttir ritari, og Sighvatur Karlsson meðstjórnandi.


  Vonumst til að sjá ykkur sem flest á aðalfundinum,


  Bestu kveðjur
  Stjórnin

 • Tónleikum á Eskifirđi aflýst

  Almennt - föstudagur 13.mar.15 11:28 - Lestrar 159
  Sökum slæmrar veðurspár á laugardag er tóneikunum sem
  vera áttu á Eskifirði aflýst. Skólastjóri.

 • Nótan á Eskifirđi

  Almennt - fimmtudagur 12.mar.15 10:35 - Lestrar 234
   samspil á Uppskeruhátíđ 2014
  Nótan á Eskifirði laudardaginn 14.03. 2015

  Sameiginlegir tónleikar tónlistarskóla á Norður- og Austurlandi.
  Lagt verður upp frá Tónlistarskólanum kl 8:00 á laugardagsmorgun.

  Áætluð heimkoma verður á milli kl. 19:00 og 20:00 á laugardagskvöld.

  Farið verður í rútu á vegum Rúnars Óskarssonar.
  Allir þurfa að taka með sér nesti til að hafa á leiðinni.
  Áætlað er að koma til Eskifjarðar kl. 12:00.
  Fimm til sex kennarar verða með í för og halda utan um hópinn.

  Dagskrá:

  13:00 -13:45 - Fyrrihluti tónleika
  13:45 -14:15 - Kaffihlé
  14:15 -15:00 - Seinnihluti tónleika
  15:00 -15:30 - Pizzahlaðborð í boði gestgjafa
  16:00              Brottför frá Eskifirði
  Þeir nemendur sem ætla að koma á eigin vegum þurfa að láta kennara sinn vita fyrir föstudag.

  Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri - sími 894 9351

 • Uppskeruhátíđ 2015

  Almennt - föstudagur 20.feb.15 10:06 - Lestrar 305
  Mynd tekin viđ stofnun Heiltóns 2009
  Laugardaginn 21. febrúar
  er haldinn hátíðlegur
  dagur tónlistarskóla um allt land.


  Uppskeruhátíð verður hjá nemendum Tónlistarskóla Húsavíkur í sal Borgarhólsskóla.
  Tvennir tónleikar verða haldnir þann dag þeir fyrri kl. 14:00 og þeir seinni kl. 16:00.
  Þar munu fjölmörg ungmenni koma fram og sýna hæfni sína með fjölbreyttum tónlistarflutningi.

  Hollvinasamtök tónlistarskólans verða með kaffisölu á milli tónleika og rennur ágóðinn til tónlistarskólans.

  En eins og segir í þriðju grein samþykkta félagsins er markmið þess að...
  a. styrkja og efla TH og almennt tónlistarstarf t.a.m. með skipulagningu viðburða, myndun tengslanets, fjárhagslegum eða faglegum stuðningi.
  b. styrkja tengsl TH við fyrrum nemendur, nærsamfélagið og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti.
  c. stuðla að viðurkenningu menningar- og tónlistaruppeldis.

  Allir hjartanlega velkomnir.

  Meðfylgjandi mynd var tekin við stofnun Heiltóns árið 2009,
  þá voru gerðir að heiðursfélögum Heiltóns þeir Sigurður Hallmarsson, Benedikt Helgason og Reynir Jónasson. Sigurður og Benedikt eru nú fallnir frá. Þeir voru miklir velunnarar skólans og mun minning þeirra verða í heiðri höfð um ókomna tíð.

 • Foreldraviđtöl

  Almennt - ţriđjudagur 3.feb.15 10:34 - Lestrar 244
  Vikuna 2. til 6. febrúar eru foreldraviðtöl í tónlistarskólanum. Þá koma foreldrar með börnum sínum í tónlistartíma og fylgjast með og spjalla við kennarann. Þeir sem ekki komast í þessari viku eru alltaf velkomnir í tíma með barni sínu.

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning