Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Síđasti kennsludagur vorannar

  Almennt - mánudagur 30.maí.16 11:59 - Lestrar 342
  Síðasti kennsludagur vorannar 2016 er fimmtudagurinn 2. júní. Starfsfólk tónlistarskólans þakkar nemendum fyrir ánægjulegann vetur og óskar þeim gleðilegs sumars. Fyrsti kennsludagur haustannar verður mánudaginn 29. ágúst. Innritun fyrir haustönn fer fram milli kl. 09:00 - 16:00 dagana 23. 24. 25. og 26. ágúst.

 • Tónleikar

  Almennt - ţriđjudagur 29.mar.16 11:20 - Lestrar 738


  Gítartónleikar

  í Safnahúsinu á Húsavík

  Arnaldur Arnarson gítarleikari heldur tónleika í Safnahúsinu á Húsavík laugardaginn 2. apríl kl. 16:00.

  Fjölbreytt efnisskrá

  Aðgangseyrir kr. 2000.-

  Enginn posi á staðnum

  Enginn aðgangseyrir fyrir nemendur tónlistarskólans.                                                                                                                                

  Efnisskrá:

  Luise Walker:       Canción argentina (Triste)

  (1910-1998)

  Fernando Sor:       Inngangur og tilbrigði um Malbroug, op. 28

  (1778-1839)

  Gaspar Cassadó:       Catalanesca

  (1897-1966)

  Alexandre Tansman:       Suite “in modo polonico”

  (1897-1986)       - Entrée

  - Galliarde

  - Kujawiak (Mazurka lente)

  - Tempo de Polonaise

  - Kolysanka

  - Oberek (Mazurka vive)

  Þorsteinn Hauksson:       Toccata

  (1949)

  Elsa Olivieri Sangiacomo:       Due canzoni italiane

  (1894-1996)

  Mario Castelnuovo-Tedesco:       Variations plaisantes

  (1895-1968)       (tilbrigði um franska þjóðlagið

  “J’ai du bon tabac”)


 • Masterklass og tónleikar

  Almennt - föstudagur 18.mar.16 12:20 - Lestrar 714

  Arnaldur Arnarson gítarleikari verður með námskeið fyrir gítarnemendur Tónlistarskóla Húsavíkur laugardaginn 2. apríl.

  Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík árið 1959 og hóf gítarnám í Svíþjóð. Hann lærði síðan í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni og stundaði framhaldsnám í Englandi og á Spáni. Hann vann fyrstu verðlaun í XXI alþjóðlegu "Fernando Sor" gítarkeppninni í Róm 1992 og hélt sama ár einleikstónleika á Listahátíð í Reykjavík. Hann hefur margoft komið fram á Íslandi og haldið tónleika í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suðurameríku. Arnaldur er aðstoðarskólastjóri Luthier Tónlistar- og dansskólans í Barcelona þar sem hann kennir jafnframt gítarleik.

   


 • Nótan í Hofi

  Almennt - fimmtudagur 17.mar.16 11:44 - Lestrar 799

  Föstudaginn 11. mars fóru nemendur úr Tónlistarskóla Húsavíkur til Akureyrar til að taka þátt í svæðistónleikum Nótunnar fyrir Norður- og Austurland sem haldnir voru í Menningarhúsinu Hofi. Sex atriði höfðu verið valin til þátttöku frá Tónlistarskóla Húsavíkur á tónleikum sem haldnir voru laugardaginn 5. mars.

  Bjöllusveit Tónlistarskóla Húsavíkur hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði í flokki samleiks-/samsöngsatriða í grunnnámi. Bjöllusveitina skipa, Hreinn Kári Ólafsson, Hugrún Ósk Birgisdóttir, Björg Gunnlaugsdóttir og Herdís Mist Kristinsdóttir. Kennari þeirra er Judit György.

  Allir þátttakendur skólans stóðu sig með sóma, lokahátíð Nótunnar fer svo fram 10. apríl í Eldborgarsal Hörpu.


 • Krakkarnir í Hofi föstudaginn 11. mars

  Almennt - miđvikudagur 9.mar.16 10:47 - Lestrar 881

  Þessi atriði voru valin á Uppskeruhátíð Tónlistarskóla Húsavíkur s.l. laugardag til að fara á svæðistónleika í Hofi föstudaginn 11. mars.

  Atriði í Hofi föstudaginn 11. mars 2016

   

  Í grunnnámi: Viktor Smári Kjerúlf gítar - Malaguena - Anon

  Kennari: Leifur Vilhelm Baldursson

  Handbjöllur - Óðurinn til gleðinnar e. Beethoven

  Björg Gunnlaugsdóttir

  Hreinn Kári Ólafsson

  Herdís Mist Kristinsdóttir

  Hugrún Ósk Birgisdóttir

  Kennari: Judit György

  I grunnámi: Harmóníkusamspil - Bulgar, þjóðlag frá Balkan

  Hermann Veigar Ragnarsson

  Almar Örn Jónasson

  Almar Jóakimsson

  Karen Vala Daníelsdóttir

  Kennari: Árni Sigurbjarnarson

  I grunnámi: Hugrún Ósk Birgisdóttir píanó - Við gengum tvö e. Friðrik Jónsson

  Kennari: Judit György

  Í grunnámi: Þverflautusamspil - Ganglåt från Äppelbo - Sænskt þjóðlag

  Lea Hrund Hafþórsdóttir

  Sigríður Lóa Víðisdóttir

  Sigrún Marta Jónsdóttir

  Heiðrún Magnúsdóttir

  Kennari: Adrienne D. Davis

  Í miðnámi: Arnór Orri Bjarkason - Æfing e. Fr. Tárrega

  Kennari: Leifur Vilhelm Baldursson • Uppskeruhátíđ tónlistarskólans

  Almennt - miđvikudagur 2.mar.16 10:34 - Lestrar 675

  Uppskeruhátíð Tónlistarskóla Húsavíkur 2016

   

  Laugardaginn 5. mars n.k. heldur Tónlistarskóli Húsavíkur Uppskeruhátíð sem haldin verður í tilefni af degi tónlistarskóla sem var 27. febrúar s.l. Þar kemur fjöldi nemenda fram og fá þeir allir viðurkenningu í lok tónleikanna. Valnefnd mun velja nokkra nemendur til að fara á Nótuna sem haldin verður í Hofi föstudaginn 11. mars.

  Tónleikunum verður tví skipt, þeir fyrri kl. 14:30 og þeir seinni kl. 16:30.

  Heiltónn Hollvinasamtök tónlistarskólans munu vera með kaffisölu á milli tónleikanna frá 15:30 - 16:30 og mun ágóðinn fara í stuðning við tónlistarskólann og nemendur hans.

  Allir velkomnir.

  Enginn posi verður á staðnum,  verð  * vaffla 600.-, * kaffi 200.-, * djús 100,-


moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning