Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Bláfjall ehf. styrkir Heiltón

  Almennt - föstudagur 26.ágú.16 10:11 - Lestrar 273

  Bláfjall ehf. veitti Heiltóni - hollvinasamtökum Tónlistarskóla Húsavíkur nýlega styrk upp á kr. 300.000. Afhendingin fór fram fyrir framan Borgarhólsskóla þar sem Tónlistarskólinn er til húsa. Eigendur, eða öllu heldur fyrrum eigendur Bláfjalls, því fyrirtækið hefur verið selt, þau Garðar Héðinsson og Jóhanna Kristjánsdóttir, hvöttu önnur fyrirtæki að feta í þeirra fótspor og styrkja Heiltón. Að sögn stjórnarkvenna í Heiltóni, sem þökkuðu þetta glæsilega framlag til tónlistaruppeldis á Húsavík, mun styrkurinn renna til hljóðfærakauoa, en fyrirhugað er að fara í endurnýjun á hljóðfærum Tónlistarskóla Húsavíkur á haustdögum. Bláfjall ehf. hefur einkum verið sýnilegt Þingeyingum og grönnum þeirra á hátíðisdögum á borð við Sjómannadag, 17. júní og á Mærudögum, en starfsemin hefur snúist um útleigu á svokölluðum hoppiköstulum og öðrum uppblásnum leiktækjum. Þegar Heiltónn var stofnaður um árið voru þrír þungavigtamenn í tónlistarlífi Húsavíkur gerðir að heiðursfélögum, þeir Sigurður Hallmarsson, Reynir Jónasson og Benedikt Helgason. Fjórði heiðursfélaginn hefur nú bæst í hópinn, söngkennarinn, stjórnandinn og söngkonan Hólmfríður Benediktsdóttir og er vel að þeim heiðri kominn eins og allir vita. Þeir sem vilja styrkja Heiltón, og þar með hið góða starf sem unnið er í Tónlistarskóla Húsavíkur, er bent á reikningsnúmer félagsins: 0567-14-400560 kt. 580509-1420.

  Mynd fengin að láni á 640.is - frétt kom í Skarpi 18.08. 2016


 • Innritun á haustönn 2016

  Almennt - mánudagur 30.maí.16 11:59 - Lestrar 620

  Frá Tónlistarskóla Húsavíkur

   

  Innritun á haustönn 2016

   

  Innritun í Tónlistarskóla Húsavíkur fer fram

  miðvikudaginn 24. ágúst, fimmtudaginn 25. ágúst  og föstudaginn 26. ágúst

  frá kl. 09:00 til 16:00 alla dagana á skrifstofu skólans.

   

  Einnig er tekið á móti umsóknum í síma 464-7290.

  Slóð á heimasíðu er: www.tonhus.is

   

  Eftirtaldar námsgreinar eru í boði

  blokkfauta - þverflauta - klarínett - saxófónn - fiðla - píanó - harmóníka-söngur - gítar - bassi.

   


 • Tónleikar

  Almennt - ţriđjudagur 29.mar.16 11:20 - Lestrar 1193


  Gítartónleikar

  í Safnahúsinu á Húsavík

  Arnaldur Arnarson gítarleikari heldur tónleika í Safnahúsinu á Húsavík laugardaginn 2. apríl kl. 16:00.

  Fjölbreytt efnisskrá

  Aðgangseyrir kr. 2000.-

  Enginn posi á staðnum

  Enginn aðgangseyrir fyrir nemendur tónlistarskólans.                                                                                                                                

  Efnisskrá:

  Luise Walker:       Canción argentina (Triste)

  (1910-1998)

  Fernando Sor:       Inngangur og tilbrigði um Malbroug, op. 28

  (1778-1839)

  Gaspar Cassadó:       Catalanesca

  (1897-1966)

  Alexandre Tansman:       Suite “in modo polonico”

  (1897-1986)       - Entrée

  - Galliarde

  - Kujawiak (Mazurka lente)

  - Tempo de Polonaise

  - Kolysanka

  - Oberek (Mazurka vive)

  Þorsteinn Hauksson:       Toccata

  (1949)

  Elsa Olivieri Sangiacomo:       Due canzoni italiane

  (1894-1996)

  Mario Castelnuovo-Tedesco:       Variations plaisantes

  (1895-1968)       (tilbrigði um franska þjóðlagið

  “J’ai du bon tabac”)


 • Masterklass og tónleikar

  Almennt - föstudagur 18.mar.16 12:20 - Lestrar 1187

  Arnaldur Arnarson gítarleikari verður með námskeið fyrir gítarnemendur Tónlistarskóla Húsavíkur laugardaginn 2. apríl.

  Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík árið 1959 og hóf gítarnám í Svíþjóð. Hann lærði síðan í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni og stundaði framhaldsnám í Englandi og á Spáni. Hann vann fyrstu verðlaun í XXI alþjóðlegu "Fernando Sor" gítarkeppninni í Róm 1992 og hélt sama ár einleikstónleika á Listahátíð í Reykjavík. Hann hefur margoft komið fram á Íslandi og haldið tónleika í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suðurameríku. Arnaldur er aðstoðarskólastjóri Luthier Tónlistar- og dansskólans í Barcelona þar sem hann kennir jafnframt gítarleik.

   


 • Nótan í Hofi

  Almennt - fimmtudagur 17.mar.16 11:44 - Lestrar 1285

  Föstudaginn 11. mars fóru nemendur úr Tónlistarskóla Húsavíkur til Akureyrar til að taka þátt í svæðistónleikum Nótunnar fyrir Norður- og Austurland sem haldnir voru í Menningarhúsinu Hofi. Sex atriði höfðu verið valin til þátttöku frá Tónlistarskóla Húsavíkur á tónleikum sem haldnir voru laugardaginn 5. mars.

  Bjöllusveit Tónlistarskóla Húsavíkur hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi atriði í flokki samleiks-/samsöngsatriða í grunnnámi. Bjöllusveitina skipa, Hreinn Kári Ólafsson, Hugrún Ósk Birgisdóttir, Björg Gunnlaugsdóttir og Herdís Mist Kristinsdóttir. Kennari þeirra er Judit György.

  Allir þátttakendur skólans stóðu sig með sóma, lokahátíð Nótunnar fer svo fram 10. apríl í Eldborgarsal Hörpu.


 • Krakkarnir í Hofi föstudaginn 11. mars

  Almennt - miđvikudagur 9.mar.16 10:47 - Lestrar 1332

  Þessi atriði voru valin á Uppskeruhátíð Tónlistarskóla Húsavíkur s.l. laugardag til að fara á svæðistónleika í Hofi föstudaginn 11. mars.

  Atriði í Hofi föstudaginn 11. mars 2016

   

  Í grunnnámi: Viktor Smári Kjerúlf gítar - Malaguena - Anon

  Kennari: Leifur Vilhelm Baldursson

  Handbjöllur - Óðurinn til gleðinnar e. Beethoven

  Björg Gunnlaugsdóttir

  Hreinn Kári Ólafsson

  Herdís Mist Kristinsdóttir

  Hugrún Ósk Birgisdóttir

  Kennari: Judit György

  I grunnámi: Harmóníkusamspil - Bulgar, þjóðlag frá Balkan

  Hermann Veigar Ragnarsson

  Almar Örn Jónasson

  Almar Jóakimsson

  Karen Vala Daníelsdóttir

  Kennari: Árni Sigurbjarnarson

  I grunnámi: Hugrún Ósk Birgisdóttir píanó - Við gengum tvö e. Friðrik Jónsson

  Kennari: Judit György

  Í grunnámi: Þverflautusamspil - Ganglåt från Äppelbo - Sænskt þjóðlag

  Lea Hrund Hafþórsdóttir

  Sigríður Lóa Víðisdóttir

  Sigrún Marta Jónsdóttir

  Heiðrún Magnúsdóttir

  Kennari: Adrienne D. Davis

  Í miðnámi: Arnór Orri Bjarkason - Æfing e. Fr. Tárrega

  Kennari: Leifur Vilhelm Baldurssonmoya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning