Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Frá skólastjóra

  Almennt - ţriđjudagur 22.ágú.17 10:28 - Lestrar 13
  Starfssemi tónlistarskólans á haustönn 2017
  Þær breytingar eru helstar á starfsliði Tónlistarskólans að Krista Sildoja lætur af störfum eftir eins árs starfs og hverfur aftur til síns heima í Eistlandi. Þökkum við henni góð störf. Krista kenndi hér á Húsavík og í Reykjahlíðarskóla. Steinunn Halldórsdóttir verður í leyfi fram á vorönn 2018.
  Þrír nýjir kennarar hefja störf frá og með haustinu sem allir koma frá Eistlandi. Eins og kunnugt hefur reynst erfitt að fá íslenska tónlistarkennara til starfa á undanförnum árum. Kennararnir sem hefja störf eru Liisa Allik en hennar kennslugreinar verða rythmískur söngur og píanó, Andres Olema með sérgrein í rythmískri tónlist, á slagverk gítar, bassa og fleiri hljóðfæri auk hljóðtæknigreina. Triinu-Liis Kull er með áherslu í sínu námi á þjóðlagatónlist og kennir fiðlu, píanó, gítar auk reynslu af kórstarfi. Auk þessara kennar sem hér eru nefndir er mögulegt að Hólmfríður Benediktsdóttir komi til starfa aftur sem stundakennari og verði með nokkra lengra komna nemendur í klassískum söng auk kórstjórnunnar. Framhald verður á samstarfi Tónlistarskólans og Skútustaðarhrepps um tónlistarkennslu í Reykjahlíðarskóla. Ég tel að það samstarf hafi gagnast báðum aðilum og gefið möguleika á fjölbreyttari þjónustu við nemendur og meiri sérhæfingu kennara. Aðrir starfsmenn Tónlistarskólans og þeirra aðal kennslugreinar eru Árni Sigurbjarnarson skólastjóri, kennsla á harmóníku, Adrienne Davis deildarstjórn og tréblástur, Tiiu Laur söngur, Judit Gyorgy píanó, Line Werner hópkennsla, Leifur V. Baldursson gítar, Reynir Gunnarsson raf-gítar/slagverk, Stefanía Sigurgeirsdóttir píanó. Anna Ragnarsdóttir skrifstofustörf.
  Námsgreinar í vetur
  Forskóli Blokkflauta Marimba Gítar+raf-gítar/raf-bassi Harmóníka
  Klarinett Þverflauta Píanó Saxafónn Slagverk Fiðla Söngu Tónfræðigreinar Hljóðvinnsla og tónsmíðar
  Starfsstöðvar Tónlistarskólans
  Tónlistarskóli Húsavíkur er með starfstöðvar auk Húsavíkur í Lundi, Raufarhöfn og Reykjahlíðarskóla. Á Raufarhöfn annast Stefanía Sigurgeirsdóttir kennslu á staðnum. Nemendur Grunnskólans á Raufarhöfn sækja nám einn dag í viku í Lund og stendur þeim þá til boða þjónusta Tónlistarskólans þar. Reynir Gunnarsson hefur starfsstöð í Lundi. Þess til viðbótar mun Adrienne kenna þar
  einn dag í viku. Stefnt er að því að Triinu-Liis og Andreas Olema fari tvo daga í viku til að sinna tónlistarkennslu í Reykjahlíðarskóla.

 • Gefum til góđs

  Almennt - ţriđjudagur 22.ágú.17 10:24 - Lestrar 12

  Átt þú blokkflautu sem liggur ónotuð? Tónlistarskólinn óskar eftir notuðum blokkflautum til kennslu við skólann. Um ára bil hefur kennsla farið fram á blokkflautu hjá yngri börnum Borgarhólsskóla og því miklar líkur á að notaðar blokkflautur séu til á öðru hverju heimili á Húsavík. Við biðlum til þeirra sem vilja losa sig við notaðar blokkflautur sem hafa ekki það hlutverk lengur að vera í notkun inn á heimilum bæjarbúa. Koma má með blokkflauturnar á skrifstofu skólans, þær verða svo hreinsaðar og komið í hendur barnanna, meiningin er að skólinn eigi sínar eigin blokkflautur.

   

  Gefum til góðs

  Með bestu kveðju, starfsfólk Tónlistarskóla Húsavíkur.


 • Innritun á haustönn 2017

  Almennt - mánudagur 14.ágú.17 10:21 - Lestrar 49

  Innritun í Tónlistarskóla Húsavíkur fer fram

  miðvikudaginn 23. ágúst, fimmtudaginn 24. ágúst  og föstudaginn 25. ágúst frá kl. 09:00 til 16:00 alla dagana á skrifstofu skólans. Kennsla hefst mánudaginn 28. ágúst.

  Einnig er tekið á móti umsóknum í síma 464-7290.

  Slóð á heimasíðu er: www.tonhus.is

  Fjölbreytt nám í boði fyrir börn og fullorðna


 • Skólalok

  Almennt - miđvikudagur 31.maí.17 11:03 - Lestrar 401
  Kennslu er nú lokið í Tónlistarskóla Húsavíkur þessa önnina. Kennarar og starfsfólk skólans þakka fyrir sig og óska nemendum gleðilegs sumars. Kennsla hefst aftur á haustönn mánudaginn 28. ágúst. Innritun hefst 22. ágúst við upphaf skólastarfs Borgarhólsskóla.

 • Skemmtileg upplifun

  Almennt - ţriđjudagur 9.maí.17 09:58 - Lestrar 502

  Ungt og efnilegt tónlistarfólk úr tónlistarskólanum kom fram á tónleikum Harmónikufélags Þingeyinga s.l. laugardag. Úr þessu varð skemmtileg upplifun fyrir þau og komu allir sáttir heim. Nokkrar myndir má sjá á facebook síðu skólans.


 • Íslensk danslög, ţjóđlög, kvćđalög og tvísöngur.

  Almennt - miđvikudagur 29.mar.17 10:31 - Lestrar 913

  Námskeið í Tónlistarskóla Húsavíkur 1. apríl frá kl. kl. 11:00 - 16:45

  Kennarar: Benjamín Beck, klarinettuleikari frá Danmörku, Wilma Young, fiðluleikari frá Skotlandi og Guðrún Ingimundardóttir.

   

  Síðastliðin fjögur ár hefur Benjamín Beck dvalið langtímum á Íslandi við að rannsaka tengingu á milli norrænu danstónlistarinnar og íslensku fiðlutónlistarinnar sem sterkust var í Þingeyjarsýslu á 19. öld og fram á þá 20. Fæstir Íslendingar þekkja til þessarar tónlistar þótt hún hafi spilað stórt hlutverk í lífi fólks á sínum tíma. Í vetur hefur Wilma Yong slegist í lið með Benjamin og munu þau koma til Húsavíkur laugardaginn 1. apríl til að segja frá uppgvötunum og óvissuþáttum sem rannsóknin hefur leitt í ljós og hvernig þessi danstónlist á Íslandi tengist þeirri norrænu. Þau munu einnig halda námskeið fyrir nemendur tónlistarskólans þar sem þau kenna nokkur þessara laga og íslens þjóðlög. Með í för verður Guðrún Ingimundardóttir sem mun halda námskeið í íslenskum kvæðasöng, kenna nokkrar perlur þingeyskra þjóðlaga og gömul tvísöngvana. Mælt er með því að nemendur taki upp lögin og kennsluna til að nýta og njóta síðar.

  Kynning Benjamins sem hefst kl. 11:00 og námskeiðin, sem skiptast í nokkra hópa, verða frá kl. 13:00-16:45 skv. eftirfarandi.

   

  Hljóðfæranámskeið - Íslensk dans- og þjóðlög

  1. 13:00 - 14:30 Byrjendur: Lærið að spila íslensk þjóðlög af ýmsum gerðum

  a.Tréblásara- og harmonikunemendur - kennari Benjamin Beck

  b. Strengjanemendur - kennari Wilma Young

  2. 15:00 - 16:45 Lengra komnir: Þetta er tækifæri til að kynnast gleymdum

   gersemum í íslensku tónlistarlífi. Lögin sem kennd verða voru leikin í

  Þingeyjarsýslu á 19. öld en eru nú af flestum gleymd.

  a. Tréblásara- og harmonikunemendur - kennari Benjamin Beck

  b. Strengjanemendur - kennari Wilma Yong

  Söngnámskeið: Þjóðlög úr Þingeyjarsýslu, kvæðalög og tvísöngur

  A. 13:00 - 14:30 Læriða að syngja nokkrar perlur þingeyskra þjóðlaga, ásamt

   kvæðalögum víðs vegar að af landinu. Allir velkomnir.

  B. 15: - 16:45 Lærið að syngja íslensku tvísöngvana sem lifðu með þjóðinni í um 700 ár.


  Enginn námskeiðskostnaður


moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning