Tónleikar og samkomur

Mikilvægur þáttur tónlistarnáms er þjálfun í að koma fram opinberlega og spila fyrir aðra og læra að hlusta á aðra flytja tónlist. Tónlistarskólinn gengst því reglulega fyrir nemendatónleikum á starfstíma skólans. Á jóla- og vortónleikum er gert ráð fyrir að sem flestir nemendur komi fram. Auk þess á TH í samstarfi við Borgarhólsskóla þar sem tónlistarnemendur koma fram með tónlistaratriði á sal. Í skólamati kemur fram hvað nemendur koma oft fram á tónleikum á vegum skólans.