Tónlistarfornám

Frá árinu 1972 hafa Tónlistarskóli Húsavíkur og Barnaskóli Húsavíkur, síðar Borgarhólsskóli, starfað undir sama þaki. Allan þann tíma hefur samstarf þessara stofnana verið mjög náið.
Árið 1974 var tekin upp sú tilhögun að nemendur voru teknir út úr kennslustundum til þess að sækja hljóðfæratíma. Það fyrirkomulag er ennþá við làði og þykir hafa gefist vel.
Árið 1992 hófst samstarfsverkefni tónlistarskólans, barnaskólans og leikskólans Bestabæjar.

Upphafleg markmið með verkefninu voru:
að koma á markvissu tónlistaruppeldi fyrir aldurshópinn 3-9 ára með því að:

  • koma á samvinnu og samræma tónlistarkennslu í leikskóla, tónlistarskóla og grunnskóla með gerð sameiginlegrar námskrár í tónlistarfræðslu fyrir þetta aldursskeið.
  • þróa og afla þekkingar í viðkomandi stofnunum um kennsluaðferðir fyrir þetta aldursskeið sem gera það mögulegt að bjóða heilum bekkjardeildum uppá hljóðfæranám sem félli inn í samfellda stundaskrá.
  • nota og þróa samþætt kennsluefni í tónlistarforskóla, tónmenntakennslu og hljóðfæranámi.

Á þeim tíu árum sem liðin eru frá því að verkefnið hófst má segja að flest þessara markmiða hafi gengið eftir. Þegar verkefnið hófst var aðeins einn leikskóli starfandi. Nú eru þeir tveir og eru báðir aðilar að þessu samstarfi.

Námsskipan:

  •  6, 7, 8 og 9 ára börn í Borgarhólsskóla fá tónlistarnám sem hluta af námi við skólann. Tónlistarnámið kemur til viðbótar tónmenntakennslu grunnskólans. Kennslan fer fram á skólatíma og er inni á samfelldri stundarskrá barnanna. Borgarhólsskóli greiðir skólagjöld nemenda og er tónlistarnámið þeim því að kostnaðarlausu. Tónlistarskólinn hefur umsjón með kennslunni og ber faglega ábyrgð á tónlistarnáminu.

Þetta er seinasta árið sem 9 ára börn eru hluti af verkefninu:

  •   4 og 5 ára börn í leikskólunum fá 30 mín. kennslu á viku 6-8 saman í hóp. Umsjón með þeirri kennslu hefur tónlistarkennari sem er á launum hjá tónlistarskólanum. Þessi tónlistariðkun kemur til viðbótar því sem leikskólakennararnir sjá um í daglegu starfi. Kennarar tónlistarskólans og leikskólans hafa með sér samstaf um undirbúning og skipulag tónlistarnámsins. ê tónlisartímunum er unnið með söng, hlustun, algeng barnalög og sönglög bæði gömul og nà. Lögð er áhersla á að börnin hreyfi sig eftir tónlist, einföld dansspor og hreyfileiki. Lögð er áhersla á að þjálfa grundvallar hugtök s.s. sterkt-veikt, háa tóna ödjúpa tóna og púls.
  •  6 ára börn fá tónmenntakennslu þar sem unnið er með heilar bekkjardeildir í senn einn tíma á viku. Tónmenntakennari grunnskólans sér um þá kennslu. Þessu til viðbótar fá þau 2x40 mín. tíma þar sem unnið er með 1/2 bekkjardeildir í senn. Tónlistarkennarar Tónlistarskólans sjá um þá kennslu. Þar er lögð megináherslan á söng og hreyfingu. Kennd eru söngheiti do, re o.s.frv. Hver tónn er kynntur með vísu um fugla t.d. Doddi dufa, Reddi rjúpa. Þetta námsefni er samið af Hólmfríði Benediktsdóttur. ê tímunum er einnig lögð áhersla á hlustun àmis konar, hrynæfingar, dans og hreyfinu eftir tónlist. ê samvinnu við kennara Borgarhólsskóla búa nemendur til nótur sem þeir síðan raða saman í frumsamin lög og skreyta með teikningum.
  •   7 ára börn fá 2x 30 mín blokkflautukennslu á viku 4-6 saman í hóp. Hljóðfærakennarar tónlistarskólans sjá um þessa kennslu. ê blokkflautu kennslunni er lögð áhersla á fjölbreytt starf í samræmi við nàja aðalnámskrá tónlistarskóla. Þar læra þau alla undirstöðuþætti hljóðfæranáms, nótnalestur, tónfræði. Auk þess er lögð áhersla á söng, hlustun og aðra skapandi þætti. Að hluta til er notað kennsluefni sem samið hefur verið fyrir þetta verkefni og byggir að nokkru leyti á þeim lögum og kennsluefni sem þau þekkja frá leikskólunum hér á Húsavík. Nemendur þurfa að koma fram á tónleikum þar sem lögð er áhersla á vandaðan flutning og að þau læri að hlusta á og bera virðingu fyrir flutningi annara. Allir nemendur í 2. bekk taka tónfræðipróf í lok skólaárs. Þessu til viðbótar fá þau einn tónmenntatíma á viku þar sem unnið er með heilar bekkjardeildir. Tónmenntakennari grunnskólans sér um þá kennslu og fer sú kennsla fram í samræmi við námskrá grunnskóla.
  •  8 og 9 ára börn fá hópkennslu 2-4 saman á hljóðfæri að eigin vali 2x30 mín á viku. Þessu til viðbótar fá þau einn tónmenntatíma á viku þar sem unnið er með 1/2 bekki. Hljóðfæravalið getur samt ekki verið alveg frjálst. Það ræðst m.a. af því hvaða hljóðfæri eru í boði og takmarkast af stærð hópa á hvert hljóðfæri. Það verður einnig að taka tillit til þess hvaða hljóðfæri eru til á heimilinu. Hvert barn verður því að velja þau þrjú hljóðfæri sem það hefur mestann áhuga á að læra á. Þetta val er síðan haft til hliðsjónar þegar endanlegt val fer fram og raðað er niður í hópa. ê langflestum tilfellum er hægt að verða við óskum um fyrsta valkost. Hljóðfæranámið er hefðbundið nám að öðru leyti en því að það fer fram í litlum hópum 2-4 (1 í einstöku tilfellum) saman. Byggt er á því sem þau hafa lært áður og að nokkru leiti er notað kennsluefni sem byggir á því sem þau lærðu í 2. bekk. Nemendur koma fram á tónleikum og taka próf á hljóðfærin í lok vetrar. Á sama hátt og í 2. bekk taka allir tónfræðipróf.

Einkakennsla: Þrátt fyrir að allir 7, 8 og 9 ára nemendur séu í hljóðfæranámi í hópum, geta þeir eftir sem áður innritað sig í einkatíma á hljóðfæri. Er það þá gert í samráði við kennara tónlistarskólans.