Tónlist sem valgrein í 9.og 10. bekk.

Nemendur í 9. og 10. bekk Borgarhólsskóla geta valið sér nám í hóptímum. Þetta nám er nemendum að kostnaðarlausu. Hóptímar í tónlist eru sérstaklega hugsaðir fyrir nemendur sem hafa verið áður í tónlistarnámi og vilja hefja tónlistarnám upp á nýtt eða vilja hefja nám á hljóðfæri/söng sem þeir hafa ekki lært á áður. Þeir nemendur sem stunda nám í einkatímum geta fengið það metið sem valgrein en þurfa sjálfir að greiða skólagjöld. Í valtímum í tónlist gilda sömu reglur um mætingu og í öðrum námi í Borgarhólsskóla.

Hljómborðsleikur: 

Lögð er áhersla á að kenna hljómaspil og undirleik á raf-píanó. Skilyrði er að þeir hafa hljóðfæri til að æfa sig á heima. 
Nemendur 2-4 í hóp.

 

Gítar: 

Kennt verður að spila hljóma til undirleiks við algeng lög. 
Nemendur 2-4 í hóp.

Söngbekkur: 

Kenndur klassíkur söngur og stefnt að því að nemendur taki stigspróf. 
Nemendur 3-6 í hóp.

Dægurlagasöngur: 

Kenndur rytmískur söngur og gefin þjálfun í að syngja í söngkerfi. 
Stefnt að því að koma fram á tónleikum og syngja með hljómsveitarundirleik. 
Nemendur 2-4 hóp.

Hljóðupptaka, hljóðvinnsla: 

Kennt verður að nota sérhæfðan tónlistarhugbúnað til hljóðpptöku og hljóðvinnslu. Markmiðið er að nemendur verði færir um að taka upp tónleika og vinna upptökuna inn á geisladisk. Einnig að klippa samna tóndæmi og koma þeim inn á geisladisk. 
Nemendur 2-4 í hóp.

Hljómsveit: 

Ætlað nemendum sem verið hafa í tónlistarskólanum áður og hafa áhuga á að spila með öðrum nemendum í hljómsveit þar sem kjarninn væri hefðbundin rytmahljóðfæri (gítar, bassi, slagverk, píanó og ýmis sólóhljóðfæri). Kennt m.a. að vinna með eigin úrsetningar og lög. 
3-6 nem. í hóp.