Tónlist sem valgrein í 8.-10 bekk Borgarhólsskóla

Nemendur í 8.- 10. bekk Borgarhólsskóla geta valið sér nám í hóptímum. Þetta nám er nemendum að kostnaðarlausu. Í valtímum í tónlist gilda sömu reglur um mætingu og í öðrum námi í Borgarhólsskóla. 

Nemendur geta einnig fengið hljóðfæra-/söngnám í einkatímum metið sem valgrein, en fyrir einkatíma þarf að greiða skólagjöld.

Hljómborðsleikur, 2-4 nemendur í hópi: 

Lögð er áhersla á að kenna hljómaspil og undirleik á hljómborð. Skilyrði er að nemendur hafi hljóðfæri til að æfa sig á heima. 

Gítar, 2-4 nemendur í hópi:

Kennt verður að spila hljóma til undirleiks við algeng lög. 

Söngbekkur, 3-6 nemendur í hópi: 

Kenndur klassíkur söngur og stefnt að því að nemendur taki stigspróf. Nemendur 3-6 í hópi.

Dægurlagasöngur, 3-4 nemendur í hópi: 

Kenndur rytmískur söngur og gefin þjálfun í að syngja í söngkerfi. Stefnt að því að koma fram á tónleikum og syngja með hljómsveitarundirleik. 

Hljómsveit, 3-5 nemendur í hópi: 

Ætlað nemendum sem verið hafa í tónlistarskólanum áður og hafa áhuga á að spila með öðrum nemendum í hljómsveit þar sem kjarninn væri hefðbundin rytmahljóðfæri (rafgítar, rafbassi, trommur, hljómborð og ýmis sólóhljóðfæri). Kennt m.a. að vinna með eigin útsetningar og lög.