Sellónám

Nokkur atriði varðandi nám á selló.

Hljóðfærið tilheyrir fjölskyldu strengjahljóðfæranna og hefur sömu lögun og fiðlan. Sellóið kom fyrst fram um 1600 og hefur síðan í meginatriðum verið óbreytt. Sellóið er viðkvæmt hljóðfæri og fyrirferðarmikið. Ungir nemendur geta því átt í nokkrum erfiðleikum með að flytja það á milli staða.

Til eru selló í mörgum stærðum. Flestir tónlistarskólar leigja út hljóðfæri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráð fyrir að nemendur eignist eigið hljóðfæri þegar þeir eru farnir að nota hljóðfæri í fullri stærð.

Algengast er að nemendur hefji nám um 8 ára aldur. Sé boðið upp á viðeigandi kennsluaðferðir, s.s. Suzuki-aðferð, geta nemendur byrjað fyrr, all niður í 4 ára aldur. Þess eru þó mörg dæmi að nemendur hafi byrjað nám mun seinna en hér að ofan er lýst og náð góðum árangri.

Aðalnámskrá tónlistarskóla,  Strokhljóðfæri – Selló. Bls. 69.