Uppskeruhátíð og heiðurstónleikar

Á Uppskeruhátíð 2009
Á Uppskeruhátíð 2009

Uppskeruhátíð tónlistarskólans verður haldin sunnudaginn 1. mars í sal Borgarhólsskóla og Tónlistarskólans. Uppskeruhátíðin verður jafnframt heiðurstónleikar Árna Sigurbjarnarsonar en hann lætur af störfum 1. mars eftir tæplega fjóra áratugi sem skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur.

Tónleikarnir eru sunnudaginn 1. mars kl. 14:00 og munu Hollvinasamtök Tónlistarskólans selja vöfflukaffi á staðnum til styrktar starfsemi skólans. Á tónleikunum munu nemendur skólans koma fram ásamt Kvennakór Húsavíkur, Sólseturskórnum og harmónikusveit Tónlistarskólans.