Þverflautudagur 11. nóvember

Árið 2016 tókum við okkur saman þverflautukennararnir, Adrienne frá Húsavík, Hugrún Sif frá Skagaströnd, Helga Kvam, þá frá Svalbarsströnd, og Petrea og Una frá Akureyri og héldum Flautudag í Hofi.
Við hittumst þar með nemendur okkar og kenndum þeim í ýmsum samspilshópum og enduðum daginn á litlum tónleikum. Þetta tókst mjög vel og var mikil hvatning fyrir nemendur og ekki síður okkur kennarana.

Ákveðið var að gera þetta að árlegri hefð. Í fyrra vorum við með námskeið bæði laugardag og sunnudag og tvo gestakennara og vorum bæði í Hofi og Laugarborg.

Í ár verðum við á Húsavík. Dagskráin verður í formi æfingu, hópeflis, og skemmtilegs uppbrots í góðri hádegispásu.

Dagskráin endir með tónleika í sal skólans kl. 16:00.  Allir hjartanlega velkomin