Nýárskveðja

Bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir samstarfið á liðnu ári.

Skólagjöld ársins 2021 eru komin inn á heimasíðuna okkar og eru nú 3% hærri en árið 2020. Kennsla í tónlistarskólanum okkar hófst samkvæmt upphaflegri stundaskrá í gær og annaskil verða mánudaginn 18. janúar. Það þarf ekki að sækja um tónlistarnám á vorönn fyrir núverandi nemendur því þeir færast sjálfkrafa yfir á vorönn nema þeir hafi sagt upp námi.

Við vonum að Covid komi ekki í veg fyrir eðlilega kennslu þessa önnina og að við getum boðið foreldrum á tónleika í salnum þegar líður á vorið. Á skóladagatalinu á heimasíðuna okkar má sjá hvernær áætlað er að hafa tónleika, en líklega verða fyrstu tónleikarnir annað hvort settir á youtube sem kvikmynd eða það verður streymt frá tónleikum.

Með von um ánægjulegt samstarf  á árinu