Harmóníkan

Jón Þorsteinn Reynisson er ungur harmonikuleikari sem hóf störf hjá Tónlistarskólanum s.l. haust. Hann tók við af Árna Sigurbjörnssyni sem var harmóníkukennari og skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur í tæpa 3 áratugi. Magnús Karl Kjerúlf hóf nám í harmóníkuleik haustið 2014 og er nú á sínu sjöunda námsári.

Á myndbandinu hér fyrir neðan eru Magnús og Jón að æfa Klarinettpolka, sem er pólskt þjóðlag, en það fara margir kennslutímar og margar heimaæfingar í að ná tökum á þessu skemmtilega lagi.

Magnús Karl Kjerúlf