Fyrstu tónleikar skólaársins verða 12. og 14. október kl. 19:30

Í næstu viku verða fyrstu tónleikar tónlistarskólans á önninni. Vegna Covid ástandsins þurfum við að passa upp á fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk og sótthreinsun auk þess sem við þurfum að vera meðvituð um það að tónleikarnir eru í húsnæði grunnskólans þar sem strangari reglur gilda en almennt. 

  • Einungis einn aðstandandi má fylgja hverjum nemanda sem á að spila á tónleikunum.
  • Aðstandendur eiga að ganga inn um salarinnganginn, spritta sig og fara beint upp í áhorfendasætin.
  • Eftir að tónleikum lýkur ganga aðstandendur beint út um salarinnganginn.
  • Passa að hafa 1. metra fjarlægð milli fullorðinna einstaklinga.
  • Nemendurnir sitja allir á fremsta bekk en þar mega aðstandendur ekki sitja.

Tónleikarnir verða sendir út á youtube rás tónlistarskólans svo aðstandendur sem heima sitja geti líka "verið með" . Hlekkur á tónleikana verður sendur til aðstandenda og geta þeir einir horft sem hafa hlekkinn. 

Þrátt fyrir þessar ströngu reglur þá vonum við að tónleikarnir verði jákvæð og skemmtileg upplifun fyrir nemendur okkar og aðstandendur þeirra.