Frístundarstyrkurinn til niðurgreiðslu skólagjalda Tónlistarskólans

Nú er hægt að nota frístundastyrk Norðurþings til að greiða niður skólagjöldin við Tónlistarskóla Húsavíkur. Eins og undanfarin ár munu reikningar fyrir skólagjöldum verða klárir um miðjan september en að þessu sinni fer greiðslan fram í gegnum NORA kerfið. Verið er að vinna í að setja upp kerfið fyrir Tónlistarskólann og fá nemendur og foreldrar nánari upplýsingar um greiðsluferlið í byrjun september.
Sjá nánari upplýsingar um NORA á heimasíðu Norðurþings.