Bíópopptónleikum frestað

Blásarasveit Tónlistarskólans á Akureyri ásamt sérstökum gestum ætlaði að vera með tónleika í sal Borgarhólsskóla sunnudaginn 15. mars kl.16:00.  Tónleikunum hefur nú verið frestað. Þema tónleikanna er kvikmynda- og popptónlist og á dagskránni verða ýmis lög úr kvikmyndaheimunum í bland við þekkt popplög.

Blásarasveit TónAk er samansett úr blásara- og slagverksnemendum við Tónlistarskólann á Aureyri. Blásarasveitin er fyrir lengra komna nemendur, flestir hafa lokið grunnprófi og eru því á mið- eða framhaldsstigi. Sveitin æfir einu sinni í viku, heldur tónleika, fer í ferðalög og kemur fram við hin ýmsu tækifæri. Stjórnendur Blásarasveitarinnar eru Sóley Björk Einarsdóttir og Emil Þorri Emilsson.

Blásarasveitin og stjórnendur verða mé æfingarbúðir í Borgarhólsskóla um helgina og eru tónleikarnir frumflutingur þeirra á prógraminu.  Tónleikarnir verða svo endurteknir á Akureyri daginn eftir.

Blásarasveit TónAk

Grunnsveit TónAk kemur fram sem sérstakur gestur og
einnig Díana Sus og Stefán Elí.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.