Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Innritun

Innritun
Innritun í tónlistarskólann fer fram á haustin. Þeir nemendur sem hafa verið í námi við skólann sitja fyrir námi ef takmarka þarf fjölda nemenda á einstök hljóðfæri. Við annaskil í janúar þurfa nemendur sem eru í námi ekki að innrita sig að nýju en þeir sem hugsa sér að hætta eiga að tilkynna það fyrir áramót. Ef hægt er að taka við nýjum nemendum er auglýst innritun í viðkomandi nám fyrir 15. janúar.
Gert er ráð fyrir að skólagjöld verði greidd við innritun og er frestur til að ganga frá greiðslum til 15. október á haustönn og til 15. febrúar á vorönn. Þeir sem ekki staðgreia gjöldin fyrir þann tíma fá greiðslunum skipt í tvo gjalddaga, þ.e. 1. nóv. 1. des. og á vorönn 1. mars, 1. apríl. Bæjarskrifstofan mun taka að sér þessa innheimtu og verða sendir út gíróseðlar og leggst kostnaður kr. 400 á hvern seðil fyrir nemenda í fullu námi en kr. 200 fyrir nemenda í hálfu námi. 
Nemandi skal vera skuldlaus við skólann þegar nám á nýrri önn hefst.
Tónlistarskóli Húsavíkur - Skólagarði 1 - 640 Húsavík
Sími: 464-7290 - www.tonhus.is - ritari@tonhus.is

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning