Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Fréttir

Nótan á Egilsstöđum

Almennt - fimmtudagur 16.mar.17 11:15 - Lestrar 1917

Laugardaginn 18. mars verður Nótan haldin á Egilsstöðum.

Þeir nemendur sem valdir voru til að spila á Nótunni frá Tónlistarskóla Húsavíkur eru eftirtaldir.


Nóta 2017 þeir sem fara frá Húsavík eru:

 á tónleikum kl 14:00-15:00

Fannar Ingi Sigmarsson, gítar

Karítas Embla Kristinsdóttir, harmóníka

Magnús Karl Kjerúlf, harmóníka

Brynja Kristín Elíasdóttir, gítar

 á tónleikum kl 16:00-17:00

Hafdís Inga Kristjánsdóttir, söngur

Friðrika Bóel Jónsdóttir, píanó

Elín Anna Óladóttir, píanó

 

Þeir sem spila á fyrri tónleikunum munu leggja afstað um kl 9:00 um morguninn til að vera mætt í hljóðprufu 12:15 í kirkjunni. Að verðlaunaafhendingu lokinni eftir tónleikana er þeim frjálst að fara heim með foreldrum sínum.

Þeir sem spila á seinni tónleikunum er frjálst að koma beint á fyrri tónleikana kl. 14:00 eða koma að þeim loknum kl. 15:00 og gera þá smá hljóðprufu í hléinum fyrir seinni tónleikan sem hefjast kl. 16:00.

Þetta er langt ferðalag og langur dagur og því er ekki hægt að ætlast til þess að nemendur verði til staðar á dagskrá sem þeir eru ekki að taka þátt í með beinum hætti.

Mikilvægt er að taka með gott nesti. Upplýsingar verða veittar um þá staði sem hægt er kaupa hressingu á þegar komið verður á svæðið.

Dagskráin á Egilsstöðum:

Hver skóli fær 15 mínútur á sviði í kirkjunni til þess að athuga uppstillingu og prófa hljóðkerfi.

12:15 - 12:30 Tónlistarskóli Húsavíkur

13:30-14:00 Undirbúningur fyrri tónleika

14:00-15:00 Fyrri tónleikar: grunnnámsflokkur

15:00-16:00 Valnefnd velur verðlaunaatriði af fyrri tónleikum

Undirbúningur fyrir seinni tónleika

16:00-17:00 Seinni tónleikar: opinn flokkur, miðnámsflokkur, framhaldsnámsflokkur

17:00-18:00 Valnefnd velur verðlaunaatriði af seinni tónleikum

18:00-18:30 Verðlaunaafhending


Til baka

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning