Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Fréttir

Burtfarartónleikar Ástu Soffíu

Almennt - mánudagur 4.jún.12 10:22 - Lestrar 6478
Ásta Soffía
Ásta Soffía
Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, harmóníkuleikari mun ljúka
burtfarartónleikum sínum frá Tónlistarskóla Húsavíkur
föstudaginn 8. júní kl. 20:00 í sal Borgarhólsskóla.
Boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá,
enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.

Ásta lauk framhaldsprófi í fyrra vor en kveður nú skólann sinn
eftir áralangt eljusamt nám með þessum tónleikum til lúkningar framhaldsprófinu.
Um leið og kennarar skólans óska Ástu til hamingju kveðja þeir hana með söknuði
og óska henni velfarnaðar í framtíðinni.

Ásta stundaði nám í FÍH á síðasta skólaári en er komin með
inngöngu í Listaháskóla Íslands þar sem hún mun hefja nám í haust.

Til baka

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning