Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Fréttir

Kristján Elinór kveđur tónlistarskólann

Almennt - miđvikudagur 30.maí.12 10:22 - Lestrar 5602
Kristján Elinór og Leifur Vilhelm kennarinn hans
Kristján Elinór og Leifur Vilhelm kennarinn hans
Burtfarartónleikar Kristjáns Elinórs Helgasonar voru laugardaginn 26. maí s.l. Fjöldi gesta komu á tónleikana og nutu fjölbreyttrar efnisskrár. Að sögn kennara hans Leifs Vilhelms Baldurssonar gengu tónleikarnir vel og var flytjanda fagnað vel með lófaklappi í lokin. Kristján útskrifaðist jafnframt sem stúdent frá Framhaldsskóla Húsavíkur fyrr um daginn. Kennarar óska Kristjáni velfarnaðar á sviði tónlistar til langrar framtíðar. Það er ætíð fagnaðar efni þegar nemendur útskrifast frá skólanum en jafnframt með ákveðinni eftirsjá að kveðja viðkomandi nemanda sem hefur lagt mikla vinnu og alúð í nám sitt.

Til baka

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning