Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Fréttir

Gítarsamleikur á Hvammstanga

Almennt - föstudagur 27.apr.12 10:42 - Lestrar 5218
Dagana 21. og 22. apríl var efnt til gítarsamleiks á Hvammstanga. Þátttakendur voru nemendur frá Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Tónlistarskóla Vesturhúnavatnssýslu og Tónlistarskóla Húsavíkur. Fulltrúar frá Tónlistarskóla Húsavíkur vor þeir Axel Flóvent Daðason. Brynjar Friðrik Pétursson, Gunnar Ingi Jósepsson og Kristján Elinór Helgason ásamt kennaranum Leifi Vilhelm. Ferðin tókst í alla staði mjög vel, allt skipulag heimamanna til fyrirmyndar og aðstaða eins og best verður á kosið. Aðal skipuleggjandi þessa framtaks og stjórnandi var Húsvíkingurinn Þorvaldur Már Guðmundsson gítarkennari.

Til baka

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning