Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Skólalok

  Almennt - miđvikudagur 31.maí.17 11:03 - Lestrar 131
  Kennslu er nú lokið í Tónlistarskóla Húsavíkur þessa önnina. Kennarar og starfsfólk skólans þakka fyrir sig og óska nemendum gleðilegs sumars. Kennsla hefst aftur á haustönn mánudaginn 28. ágúst. Innritun hefst 22. ágúst við upphaf skólastarfs Borgarhólsskóla.

 • Skemmtileg upplifun

  Almennt - ţriđjudagur 9.maí.17 09:58 - Lestrar 267

  Ungt og efnilegt tónlistarfólk úr tónlistarskólanum kom fram á tónleikum Harmónikufélags Þingeyinga s.l. laugardag. Úr þessu varð skemmtileg upplifun fyrir þau og komu allir sáttir heim. Nokkrar myndir má sjá á facebook síðu skólans.


 • Íslensk danslög, ţjóđlög, kvćđalög og tvísöngur.

  Almennt - miđvikudagur 29.mar.17 10:31 - Lestrar 660

  Námskeið í Tónlistarskóla Húsavíkur 1. apríl frá kl. kl. 11:00 - 16:45

  Kennarar: Benjamín Beck, klarinettuleikari frá Danmörku, Wilma Young, fiðluleikari frá Skotlandi og Guðrún Ingimundardóttir.

   

  Síðastliðin fjögur ár hefur Benjamín Beck dvalið langtímum á Íslandi við að rannsaka tengingu á milli norrænu danstónlistarinnar og íslensku fiðlutónlistarinnar sem sterkust var í Þingeyjarsýslu á 19. öld og fram á þá 20. Fæstir Íslendingar þekkja til þessarar tónlistar þótt hún hafi spilað stórt hlutverk í lífi fólks á sínum tíma. Í vetur hefur Wilma Yong slegist í lið með Benjamin og munu þau koma til Húsavíkur laugardaginn 1. apríl til að segja frá uppgvötunum og óvissuþáttum sem rannsóknin hefur leitt í ljós og hvernig þessi danstónlist á Íslandi tengist þeirri norrænu. Þau munu einnig halda námskeið fyrir nemendur tónlistarskólans þar sem þau kenna nokkur þessara laga og íslens þjóðlög. Með í för verður Guðrún Ingimundardóttir sem mun halda námskeið í íslenskum kvæðasöng, kenna nokkrar perlur þingeyskra þjóðlaga og gömul tvísöngvana. Mælt er með því að nemendur taki upp lögin og kennsluna til að nýta og njóta síðar.

  Kynning Benjamins sem hefst kl. 11:00 og námskeiðin, sem skiptast í nokkra hópa, verða frá kl. 13:00-16:45 skv. eftirfarandi.

   

  Hljóðfæranámskeið - Íslensk dans- og þjóðlög

  1. 13:00 - 14:30 Byrjendur: Lærið að spila íslensk þjóðlög af ýmsum gerðum

  a.Tréblásara- og harmonikunemendur - kennari Benjamin Beck

  b. Strengjanemendur - kennari Wilma Young

  2. 15:00 - 16:45 Lengra komnir: Þetta er tækifæri til að kynnast gleymdum

   gersemum í íslensku tónlistarlífi. Lögin sem kennd verða voru leikin í

  Þingeyjarsýslu á 19. öld en eru nú af flestum gleymd.

  a. Tréblásara- og harmonikunemendur - kennari Benjamin Beck

  b. Strengjanemendur - kennari Wilma Yong

  Söngnámskeið: Þjóðlög úr Þingeyjarsýslu, kvæðalög og tvísöngur

  A. 13:00 - 14:30 Læriða að syngja nokkrar perlur þingeyskra þjóðlaga, ásamt

   kvæðalögum víðs vegar að af landinu. Allir velkomnir.

  B. 15: - 16:45 Lærið að syngja íslensku tvísöngvana sem lifðu með þjóðinni í um 700 ár.


  Enginn námskeiðskostnaður


 • Höfđingleg gjöf til tónlistarskólans

  Almennt - ţriđjudagur 21.mar.17 10:20 - Lestrar 700
  mynd tekin af síđu 640.is viđ afhendinguna
  Á Uppskeruhátíð tónlistarskólans færði Heiltónn Hollvinasamtök skólanum höfðinglega gjöf. Starfsfólk skólans þakkar Heiltóni og öllum þeim fjölmörgu sem lögðu skólanum lið í söfnunarátaki Heiltóns. Nemendur og gestir fá einnig sérstakar þakkir fyrir frábæra Uppskeruhátíð. Sjá umfjöllun 640.is um hátíðina hér fyrir neðan.


 • Nótan á Egilsstöđum

  Almennt - fimmtudagur 16.mar.17 11:15 - Lestrar 739

  Laugardaginn 18. mars verður Nótan haldin á Egilsstöðum.

  Þeir nemendur sem valdir voru til að spila á Nótunni frá Tónlistarskóla Húsavíkur eru eftirtaldir.


  Nóta 2017 þeir sem fara frá Húsavík eru:

   á tónleikum kl 14:00-15:00

  Fannar Ingi Sigmarsson, gítar

  Karítas Embla Kristinsdóttir, harmóníka

  Magnús Karl Kjerúlf, harmóníka

  Brynja Kristín Elíasdóttir, gítar

   á tónleikum kl 16:00-17:00

  Hafdís Inga Kristjánsdóttir, söngur

  Friðrika Bóel Jónsdóttir, píanó

  Elín Anna Óladóttir, píanó

   

  Þeir sem spila á fyrri tónleikunum munu leggja afstað um kl 9:00 um morguninn til að vera mætt í hljóðprufu 12:15 í kirkjunni. Að verðlaunaafhendingu lokinni eftir tónleikana er þeim frjálst að fara heim með foreldrum sínum.

  Þeir sem spila á seinni tónleikunum er frjálst að koma beint á fyrri tónleikana kl. 14:00 eða koma að þeim loknum kl. 15:00 og gera þá smá hljóðprufu í hléinum fyrir seinni tónleikan sem hefjast kl. 16:00.

  Þetta er langt ferðalag og langur dagur og því er ekki hægt að ætlast til þess að nemendur verði til staðar á dagskrá sem þeir eru ekki að taka þátt í með beinum hætti.

  Mikilvægt er að taka með gott nesti. Upplýsingar verða veittar um þá staði sem hægt er kaupa hressingu á þegar komið verður á svæðið.

  Dagskráin á Egilsstöðum:

  Hver skóli fær 15 mínútur á sviði í kirkjunni til þess að athuga uppstillingu og prófa hljóðkerfi.

  12:15 - 12:30 Tónlistarskóli Húsavíkur

  13:30-14:00 Undirbúningur fyrri tónleika

  14:00-15:00 Fyrri tónleikar: grunnnámsflokkur

  15:00-16:00 Valnefnd velur verðlaunaatriði af fyrri tónleikum

  Undirbúningur fyrir seinni tónleika

  16:00-17:00 Seinni tónleikar: opinn flokkur, miðnámsflokkur, framhaldsnámsflokkur

  17:00-18:00 Valnefnd velur verðlaunaatriði af seinni tónleikum

  18:00-18:30 Verðlaunaafhending


 • Uppskeruhátíđ tónlistarskólans

  Almennt - ţriđjudagur 7.mar.17 12:24 - Lestrar 779
  Dagur tónlistarskóla var 25. febrúar s.l. en af óviðráðanlegum ástæðum var ekki hægt að halda tónleika þann dag eins og venjan er.

  Laugardaginn 11. mars verður því Uppskeruhátíð Tónlistarskóla Húsavíkur. 
  í sal Borgarhólsskóla. Tvennir tónleikar verða haldnir þann dag þeir fyrri kl. 14:00 og þeir seinni kl. 16:00.
  Þar munu fjölmörg ungmenni koma fram og sýna hæfni sína með fjölbreyttum tónlistarflutningi.

  Hollvinasamtök tónlistarskólans verða með kaffisölu á milli tónleika og rennur ágóðinn til tónlistarskólans. Einnig munu Hollvinasamtök skólans afhenda tónlistarskólanum peningagjöf sem er afrakstur söfnunarátaks til kaupa á nýjum hljóðfærum fyrir skólann.

  En eins og segir í þriðju grein samþykkta félagsins er markmið þess að...
  a. styrkja og efla TH og almennt tónlistarstarf t.a.m. með skipulagningu viðburða, myndun tengslanets, fjárhagslegum eða faglegum stuðningi.
  b. styrkja tengsl TH við fyrrum nemendur, nærsamfélagið og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti.
  c. stuðla að viðurkenningu menningar- og tónlistaruppeldis.

  Allir hjartanlega velkomnir.

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning