Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Innritun á haustönn 2014

  Almennt - mánudagur 18.ágú.14 15:51 - Lestrar 30

  Innritun í Tónlistarskólann fyrir haustönn 2014
  stendur yfir mánudag 26., þriðjudag 27. og miðvikudag 28. ágúst.
  milli kl. 09:00 - 17:00 á skrifstofu skólans.
  Einnig er tekið við umsóknum í síma 464-7290
  Umsóknareyðublöð og allar frekri upplýsingar má finna hér á heimasíðu skólans
  www.tonhus.is

  Kennsla hefst fimmtudaginn 29. ágúst.

  Starfsfólk tónlistarsólans.

 • Sumarkveđja til nemenda

  Almennt - miđvikudagur 18.jún.14 11:07 - Lestrar 156
  efnilegir nemendur
  Síðasti kennsludagur í tónlistarskólanum var 31. maí s.l. Kennarar óska nemendum sínum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Drög að nýju skóladagatali má finna hér á vinstri spásíu. Fyrsti kennsludagur verður 28. ágúst. Njótið sumarsins kæru nemendur og komið endurnærð til leiks í haust. Starfsfólk TH.

 • Vortónleikar tónlistarskólans

  Almennt - fimmtudagur 8.maí.14 12:21 - Lestrar 283
  Nemendur á tónleikum 2013
  Hinir árlegu vortónleikar Tónlistarskóla Húsavíkur
  verða haldnir í sal Borgarhólsskóla kl. 20:00


  Mánudaginn 12. maí. Söngdeild
  Þriðjudaginn 13. maí
  Miðvikudaginn 14. maí í Lundi kl. 18:00
  Fimmtudaginn 15. maí
  Mánudaginn 19. maí
  Þriðjudaginn 20. maí
  Miðvikudaginn 21. maí
  Mánudaginn 26. maí. Iðnu Lísurnar, kór tónlistarskólans
  þriðjudaginn 27. maí. Tónleikar á Raufarhöfn (tímasetning óákveðin)

  Allir hjartanlega velkomnir, enginn aðgangseyrir.

 • Dýrin í Hálsaskógi

  Almennt - miđvikudagur 9.apr.14 09:11 - Lestrar 342
  Kristján Ingi Jónsson tók myndina á ćfingu
  Nemendur og kennarar í Öxarfjarðarskóla ætla að flytja leikritið Dýrin í Hálsaskógi fimmtudagskvöld 10. apríl kl.19:30 í Skúlagarði. Sýningin er í samstarfi við Tónlistarskóla Húsavíkur. Auka sýning verður haldin sunnudaginn 27. apríl, og hefst kl.15:00

 • Nemendatónleikar í kvöld

  Almennt - mánudagur 7.apr.14 11:13 - Lestrar 355
  ungur nemandi á Uppskeruhátíđinni
  mánudaginn 7. apríl kl. 20:00 í sal Borgarhólsskóla. Fjölmennum og styðjum við bakið á börnunum okkar.
  Enginn aðgangseyrir, allir hjartanlega velkomnir.

 • Frumflutningur á lögum Lísu McMaster

  Almennt - föstudagur 28.mar.14 10:43 - Lestrar 452

  Um helgina mun Kammerkór Norðurlands frumflytja þrjú lög eftir Lisu McMaster meðlim kórsins og tónlistarkennara hér á Húsavík.

  "Þessi þrjú lög sem ég samdi fyrir Kammerkór Norðurlands heita Djákninn á Myrká, Horfinn er fagur farfi og Nátttröllið en textarnir koma úr þjóðsögum Jóns Árnasonar". Segir Lisa en Kammerkórinn mun syngja þessi lög í tónleikaför um Norðurland um helgina.

  Þema tónleikanna, sem verða á Ólafsfirði, Sauðárkróki, Akureyri og Þorgeirskirkju við Ljósavatn, er íslensk tónlist um tröll ,álfa og drauga.

  Texti er fenginn af heimasíður 640.is

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning