Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Jólakveđja

  Almennt - fimmtudagur 18.des.14 10:13 - Lestrar 2
  Judit í jólastuđi
  Starfsfólk tónlistarskólans sendir nemendum sínum
  bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.

  Hittumst hress á nýju ári.

   

 • Ný gjaldskrá fyrir áriđ 2015

  Almennt - fimmtudagur 18.des.14 10:09 - Lestrar 2
  Vakin er athygli á nýrri gjaldskrá sem tekur gildi á vorönn 2015. Hún hefst um miðjan janúar. Gjaldskráin er hér til vinstri á síðunni undir liðnum gjaldskrá.

 • Jólatónleikar

  Almennt - miđvikudagur 10.des.14 10:11 - Lestrar 86

  nemenda tónlistarskólans í desember verða sem hér segir

  Tónlistardagur í bænum verður laugardaginn 13. desember.

  Þá verða nemendur og kennarar á ferðinni í bænum og flytja jólatónlist.
  Þau verða í sal verkalýðsfélaganna og í Hvalbak milli 14:30 - 16:30

  Jólatónleikar í sal Borgarhólsskóla

  15. desember kl. 18:00
  15. desember kl. 20:00
  16. desember kl. 18:00 söngtónleikar
  16. desember kl. 20:00
  17. desember kl. 20:00
  18. desember kl. 20:00

  Lundur
  17. desember kl. 18:00

  Hlökkum til að sjá ykkur.

 • Uppgjör haustannar 2014

  Almennt - mánudagur 1.des.14 11:14 - Lestrar 59
  Vegna fimm vikna verkfalls tónlistarkennara verður endurútreiknaður greiðsluseðill tónlistargjalda ekki sendur út fyrr en í janúar 2015.

  Annaskil eru 19. janúar og því enn tími til að bæta nemendum upp kennslu eins og hægt er.

  Þeir sem hafa greitt að fullu fá sína endurgreiðslu einnig í janúar.

  Endurreiknað verður fyrir hvern og einn nemanda eftir því hverslu mikið næst að bæta þeim upp kennslu. Forráðamönnum barna er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef eitthvað er óljóst. Sími á skrifstofunni er 464-7290 og netfang: ritari@tonhus.is

 • Axel Flovent

  Almennt - föstudagur 28.nóv.14 09:09 - Lestrar 82

  hefur gert samning við breska fyrirtækið Trellis Records um útgáfu á tónlist hans.

  Hann var nemandi í Tónlistarskóla Húsavíkur um nokkurt skeið. Við erum stolt af því að
  hafa haft þennan unga og efnilega dreng í tónlistarnámi hjá okkur. Sjá frekari umfjöllun á 640.is


 • Verkfalli tónlistarkennara lokiđ

  Almennt - ţriđjudagur 25.nóv.14 09:59 - Lestrar 80
  Kennsla í tónlistarskólanum hefst að nýju í dag þriðjudaginn 25. nóvember samkvæmt stundarskrá.


moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning