Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Skráning á haustönn 2015

  Almennt - mánudagur 24.ágú.15 10:04 - Lestrar 302
  hefst þriðjudaginn 25. ágúst, skrifstofan er opin milli kl. 09:00 - 17:00 og tekið verður við umsóknum fram yfir fimmtudag 27. ágúst. Einnig er hægt að hafa samband í síma 464-7290 á opnunartíma. Kennsla í verkefnum hefst á fimmtudag, kennarar verða í sambandi við sína nemendur hvað varðar einkatíma.

 • Hóffý kveđur tónlistarskólann

  Almennt - fimmtudagur 21.maí.15 10:17 - Lestrar 788
  Hóffý međ söngnemendum á tónleikum 14. maí s.l.
  Hólmfríður Benediktsdóttir lætur í vor af störfum hjá Tónlistarskóla Húsavíkur. Hún hóf störf við skólann árið 1974 eftir að hafa ústskrifast frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sem tónmenntakennari. Fyrstu árin kenndi hún forskóladeildum, tónfræði og á píanó. Einnig kenndi hún tónmennt við Barnaskóla Húsavíkur og stjórnaði barnakór Húsavíkur. Fyrsta kóramót sem kórinn hennar fór á var 1975, haldið í Háskólabíói og hafa kóramótin orðið ansi mörg bæði hérlendis og erlendis.
  Hólmfríður sótti söngtíma hjá Elísabetu Erlingsdóttur og Guðrúnu Kristinsdóttur frá 1974-1980 en hún flaug suður í söngtíma einu sinni í mánuði. Lauk síðan 8. stigs söngprófi um vorið 1980. Þá voru söngnemendur orðnir 10 og fór fjölgandi.


 • Framhaldsprófstónleikar

  Almennt - fimmtudagur 7.maí.15 12:26 - Lestrar 948
  Reynir Gunnarsson bassi
  Reynir Gunnarsson bassasöngvari
  verður með tónleika til lúkninga framhaldsprófi
  sunnudaginn 17. maí í sal Borgarhólsskóla kl. 16:00.

  Undirleikari er Steinunn Halldórsdóttir píanóleikari

  Frá haustinu 2012 hefur Reynir stundað nám í klassískum söng hjá Hólmfríði Benediktsdóttur söngkennara við Tónlistarskóla Húsavíkur. Hann lauk framhaldsprófi í lok apríl s.l. og því til lúkningar heldur hann nú framhaldsprófstónleika sem er lokaáfangi námsins. Reynir er fæddur árið 1988 og hefur tvö síðastliðin ári verið kennari við Tónlistaskóla Húsavíkur í Lundi.

  Enginn aðgangseyrir, allir hjartanlega velkomnir

  Sjá dagskrá tónleikanna.


 • Masterklass námskeiđ og tónleikar

  Almennt - ţriđjudagur 28.apr.15 12:19 - Lestrar 987
  söngnemendur ásamt kennara
  Dagana 12. - 13. og14. maí n.k. verður
  Masterklass námskeið hjá söngdeild tónlistarskólans.
  Kennari á námskeiðinu verður Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
  Að loknu námskeiðinu verða svo
  haldnir tónleikar þar sem nemendur söngdeildarinnar munu
  koma fram ásamt gestasöngvurunum,
  Eyþóri Inga, Hólmfríði Benediktsdóttur, Ástu Magnúsdóttur og Hjálmari Boga Hafliðasyni
  Hljómsveitarstjóri er Guðni Bragason.

  Tónleikarnir verða fimmtudaginn 14. maí kl. 16:00 í sal Borgarhólsskóla
  Aðgangseyrir kr. 1000.-
  Allir velkomnir

  Sjá dagskrá:


 • Vortónleikar söngdeildar tónlistarskólans

  Almennt - ţriđjudagur 28.apr.15 12:02 - Lestrar 1042
  Hólmfríđur Benediktsdóttir söngkennari
  Vortónleikar söngdeildar Tónlistarskóla Húsavíkur.
   
  14. maí 2015 kl. 16:00 í sal Borgarhólsskóla
  Undirleikarar eru Steinunn Halldórsdóttir á píanó
  og Guðni Bragason ásamt hljómsveit

   


 • Tónleikar

  Almennt - mánudagur 20.apr.15 10:48 - Lestrar 934
  Reynir Gunnarsson

  Fimmtudaginn 23. apríl á sumardaginn fyrsta verður

  Reynir Gunnarsson bassasöngvari með tónleika í Miðhvammi kl. 14:00.
  Með honum leikur Steinunn Halldórsdóttir á píanó.
  Reynir er að undirbúa framhaldspróf en þar þarf hann að leggja fram lista
  með 11 verkum sem þurfa að vera frá mismunandi tímum söngbókmenntanna.

  Kennari Reynis er Hólmfríður Benediktsdóttir.
  Söngháhugafólk er hvatt til að mæta. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir.

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning