Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Tónleikum á Eskifirđi aflýst

  Almennt - föstudagur 13.mar.15 11:28 - Lestrar 38
  Sökum slæmrar veðurspár á laugardag er tóneikunum sem
  vera áttu á Eskifirði aflýst. Skólastjóri.

 • Nótan á Eskifirđi

  Almennt - fimmtudagur 12.mar.15 10:35 - Lestrar 100
   samspil á Uppskeruhátíđ 2014
  Nótan á Eskifirði laudardaginn 14.03. 2015

  Sameiginlegir tónleikar tónlistarskóla á Norður- og Austurlandi.
  Lagt verður upp frá Tónlistarskólanum kl 8:00 á laugardagsmorgun.

  Áætluð heimkoma verður á milli kl. 19:00 og 20:00 á laugardagskvöld.

  Farið verður í rútu á vegum Rúnars Óskarssonar.
  Allir þurfa að taka með sér nesti til að hafa á leiðinni.
  Áætlað er að koma til Eskifjarðar kl. 12:00.
  Fimm til sex kennarar verða með í för og halda utan um hópinn.

  Dagskrá:

  13:00 -13:45 - Fyrrihluti tónleika
  13:45 -14:15 - Kaffihlé
  14:15 -15:00 - Seinnihluti tónleika
  15:00 -15:30 - Pizzahlaðborð í boði gestgjafa
  16:00              Brottför frá Eskifirði
  Þeir nemendur sem ætla að koma á eigin vegum þurfa að láta kennara sinn vita fyrir föstudag.

  Árni Sigurbjarnarson, skólastjóri - sími 894 9351

 • Uppskeruhátíđ 2015

  Almennt - föstudagur 20.feb.15 10:06 - Lestrar 163
  Mynd tekin viđ stofnun Heiltóns 2009
  Laugardaginn 21. febrúar
  er haldinn hátíðlegur
  dagur tónlistarskóla um allt land.


  Uppskeruhátíð verður hjá nemendum Tónlistarskóla Húsavíkur í sal Borgarhólsskóla.
  Tvennir tónleikar verða haldnir þann dag þeir fyrri kl. 14:00 og þeir seinni kl. 16:00.
  Þar munu fjölmörg ungmenni koma fram og sýna hæfni sína með fjölbreyttum tónlistarflutningi.

  Hollvinasamtök tónlistarskólans verða með kaffisölu á milli tónleika og rennur ágóðinn til tónlistarskólans.

  En eins og segir í þriðju grein samþykkta félagsins er markmið þess að...
  a. styrkja og efla TH og almennt tónlistarstarf t.a.m. með skipulagningu viðburða, myndun tengslanets, fjárhagslegum eða faglegum stuðningi.
  b. styrkja tengsl TH við fyrrum nemendur, nærsamfélagið og aðra þá sem bera hag skólans fyrir brjósti.
  c. stuðla að viðurkenningu menningar- og tónlistaruppeldis.

  Allir hjartanlega velkomnir.

  Meðfylgjandi mynd var tekin við stofnun Heiltóns árið 2009,
  þá voru gerðir að heiðursfélögum Heiltóns þeir Sigurður Hallmarsson, Benedikt Helgason og Reynir Jónasson. Sigurður og Benedikt eru nú fallnir frá. Þeir voru miklir velunnarar skólans og mun minning þeirra verða í heiðri höfð um ókomna tíð.

 • Foreldraviđtöl

  Almennt - ţriđjudagur 3.feb.15 10:34 - Lestrar 141
  Vikuna 2. til 6. febrúar eru foreldraviðtöl í tónlistarskólanum. Þá koma foreldrar með börnum sínum í tónlistartíma og fylgjast með og spjalla við kennarann. Þeir sem ekki komast í þessari viku eru alltaf velkomnir í tíma með barni sínu.

 • Vorönn

  Almennt - mánudagur 12.jan.15 09:48 - Lestrar 231

  Annarskil verða í tónlistarskólanum föstudaginn 16. janúar. Þeir nemendur sem ætla að breyta einhverju gera það í samráði við kennara sinn, nýjir nemendur sækja um skriflega hjá ritara skólans. Eins og kunnugt er voru tónlistarkennarar í verkfalli í fimm vikur í haust. Reynt hefur verið að bæta nemendum upp tíma eins og kostur er. Nú við annarskil verður haustönnin gerð upp við forráðamenn nemenda með endurútreikningi á seinni greiðslu haustannar. Þeir forráðamenn sem búnir voru að gera upp að fullu fá þá tíma endurgreidda sem ekki tókst að bæta nemendum upp. Fyrri greiðslu vorannar verður seinkað eitthvað. Þeir forráðamenn sem óska eftir frekari skýringum er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans milli kl. 09:00 og 13:00 í síma 464-7290

 • Jólakveđja

  Almennt - fimmtudagur 18.des.14 10:13 - Lestrar 457
  Judit í jólastuđi
  Starfsfólk tónlistarskólans sendir nemendum sínum
  bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.

  Hittumst hress á nýju ári.

   

moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning