Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Brahms og blóđheitur tangó

  Almennt - ţriđjudagur 5.sep.17 09:39 - Lestrar 523

  Tónleikar í sal Borgarhólsskóla                                                                             sunnudaginn 10. september kl. 13:30

  Miðaverð 2.500.-

  Flytjendur

  Ármann Helgason – klarínett
  Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir – selló
  Aladar Racz – píanó

  Tónlistarskóli Húsavíkur


 • Úr starfsáćtlun

  Almennt - miđvikudagur 23.ágú.17 09:23 - Lestrar 608

  Starfsmenn tónlistarskólans á haustönn 2017

  Þær breytingar eru helstar á starfsliði Tónlistarskólans að Krista Sildoja lætur af störfum eftir eins árs starf og hverfur aftur til síns heima í Eistlandi. Þökkum við henni góð störf.

  Steinunn Halldórsdóttir verður í barneignarleyfi fram á vorönn 2018. 

  Þrír nýjir kennarar hefja störf frá og með haustinu sem allir koma frá Eistlandi.

    • Gefum til góđs

  Almennt - ţriđjudagur 22.ágú.17 10:24 - Lestrar 548

  Átt þú blokkflautu sem liggur ónotuð? Tónlistarskólinn óskar eftir notuðum blokkflautum til kennslu við skólann. Um ára bil hefur kennsla farið fram á blokkflautu hjá yngri börnum Borgarhólsskóla og því miklar líkur á að notaðar blokkflautur séu til á öðru hverju heimili á Húsavík. Við biðlum til þeirra sem vilja losa sig við notaðar blokkflautur sem hafa ekki það hlutverk lengur að vera í notkun inn á heimilum bæjarbúa. Koma má með blokkflauturnar á skrifstofu skólans, þær verða svo hreinsaðar og komið í hendur barnanna, meiningin er að skólinn eigi sínar eigin blokkflautur.

   

  Gefum til góðs

  Með bestu kveðju, starfsfólk Tónlistarskóla Húsavíkur.


 • Innritun á haustönn 2017

  Almennt - mánudagur 14.ágú.17 10:21 - Lestrar 548

  Innritun í Tónlistarskóla Húsavíkur fer fram

  miðvikudaginn 23. ágúst, fimmtudaginn 24. ágúst  og föstudaginn 25. ágúst frá kl. 09:00 til 16:00 alla dagana á skrifstofu skólans. Kennsla hefst mánudaginn 28. ágúst.

  Einnig er tekið á móti umsóknum í síma 464-7290.

  Slóð á heimasíðu er: www.tonhus.is

  Fjölbreytt nám í boði fyrir börn og fullorðna


 • Skólalok

  Almennt - miđvikudagur 31.maí.17 11:03 - Lestrar 907
  Kennslu er nú lokið í Tónlistarskóla Húsavíkur þessa önnina. Kennarar og starfsfólk skólans þakka fyrir sig og óska nemendum gleðilegs sumars. Kennsla hefst aftur á haustönn mánudaginn 28. ágúst. Innritun hefst 22. ágúst við upphaf skólastarfs Borgarhólsskóla.

 • Skemmtileg upplifun

  Almennt - ţriđjudagur 9.maí.17 09:58 - Lestrar 1053

  Ungt og efnilegt tónlistarfólk úr tónlistarskólanum kom fram á tónleikum Harmónikufélags Þingeyinga s.l. laugardag. Úr þessu varð skemmtileg upplifun fyrir þau og komu allir sáttir heim. Nokkrar myndir má sjá á facebook síðu skólans.


moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning