Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Vorönn

  Almennt - mánudagur 12.jan.15 09:48 - Lestrar 46

  Annarskil verða í tónlistarskólanum föstudaginn 16. janúar. Þeir nemendur sem ætla að breyta einhverju gera það í samráði við kennara sinn, nýjir nemendur sækja um skriflega hjá ritara skólans. Eins og kunnugt er voru tónlistarkennarar í verkfalli í fimm vikur í haust. Reynt hefur verið að bæta nemendum upp tíma eins og kostur er. Nú við annarskil verður haustönnin gerð upp við forráðamenn nemenda með endurútreikningi á seinni greiðslu haustannar. Þeir forráðamenn sem búnir voru að gera upp að fullu fá þá tíma endurgreidda sem ekki tókst að bæta nemendum upp. Fyrri greiðslu vorannar verður seinkað eitthvað. Þeir forráðamenn sem óska eftir frekari skýringum er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans milli kl. 09:00 og 13:00 í síma 464-7290

 • Jólakveđja

  Almennt - fimmtudagur 18.des.14 10:13 - Lestrar 233
  Judit í jólastuđi
  Starfsfólk tónlistarskólans sendir nemendum sínum
  bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár.

  Hittumst hress á nýju ári.

   

 • Ný gjaldskrá fyrir áriđ 2015

  Almennt - fimmtudagur 18.des.14 10:09 - Lestrar 90
  Vakin er athygli á nýrri gjaldskrá sem tekur gildi á vorönn 2015. Hún hefst um miðjan janúar. Gjaldskráin er hér til vinstri á síðunni undir liðnum gjaldskrá.

 • Jólatónleikar

  Almennt - miđvikudagur 10.des.14 10:11 - Lestrar 178

  nemenda tónlistarskólans í desember verða sem hér segir

  Tónlistardagur í bænum verður laugardaginn 13. desember.

  Þá verða nemendur og kennarar á ferðinni í bænum og flytja jólatónlist.
  Þau verða í sal verkalýðsfélaganna og í Hvalbak milli 14:30 - 16:30

  Jólatónleikar í sal Borgarhólsskóla

  15. desember kl. 18:00
  15. desember kl. 20:00
  16. desember kl. 18:00 söngtónleikar
  16. desember kl. 20:00
  17. desember kl. 20:00
  18. desember kl. 20:00

  Lundur
  17. desember kl. 18:00

  Hlökkum til að sjá ykkur.

 • Uppgjör haustannar 2014

  Almennt - mánudagur 1.des.14 11:14 - Lestrar 144
  Vegna fimm vikna verkfalls tónlistarkennara verður endurútreiknaður greiðsluseðill tónlistargjalda ekki sendur út fyrr en í janúar 2015.

  Annaskil eru 19. janúar og því enn tími til að bæta nemendum upp kennslu eins og hægt er.

  Þeir sem hafa greitt að fullu fá sína endurgreiðslu einnig í janúar.

  Endurreiknað verður fyrir hvern og einn nemanda eftir því hverslu mikið næst að bæta þeim upp kennslu. Forráðamönnum barna er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef eitthvað er óljóst. Sími á skrifstofunni er 464-7290 og netfang: ritari@tonhus.is

 • Axel Flovent

  Almennt - föstudagur 28.nóv.14 09:09 - Lestrar 216

  hefur gert samning við breska fyrirtækið Trellis Records um útgáfu á tónlist hans.

  Hann var nemandi í Tónlistarskóla Húsavíkur um nokkurt skeið. Við erum stolt af því að
  hafa haft þennan unga og efnilega dreng í tónlistarnámi hjá okkur. Sjá frekari umfjöllun á 640.is


moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning