Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Tónleikar í desember

  Almennt - fimmtudagur 19.nóv.15 11:23 - Lestrar 40

  Jólatónleikar Tónlistarskóla Húsavíkur

   í sal Borgarhólsskóla

   

  Þriðjudaginn 8. des. kl. 20:00

  Miðvikudaginn 9. des. kl. 20:00

  Fimmtudaginn 10. des. kl. 20:00

  Föstudaginn 11. des kl. 20:00

  Laugardaginn 12.  des. Lifandi tónlist út í bæ.

  Mánudaginn 14. des kl. 20:00

  Þriðjudaginn 15. des. kl. 20:00

   

  Mánudaginn 14. desember verða einnig tónleikar

  í deild tónlistarskólans  í Lundi.


 • Nemendatónleikar

  Almennt - mánudagur 2.nóv.15 11:27 - Lestrar 193

  verða í sal Borgarhólsskóla þriðjudaginn 3. nóvember kl. 20:00.

  Allir velkomnir
  Tónlistarskóli Húsavíkur

 • Foreldraviđtöl

  Almennt - ţriđjudagur 27.okt.15 10:08 - Lestrar 165
  verða í tónlistarskólanum vikurnar 2. - 6. og 9. - 13. nóvember. Börnin munu fá skráða viðtalstíma og koma með heim úr skólanum. Foreldrar geta haft samband við kennara ef tímaskráning hentar ekki og fengið nýjan tíma.

  Kennarar tónlistarskólans.

 • Skráning á haustönn 2015

  Almennt - mánudagur 24.ágú.15 10:04 - Lestrar 468
  hefst þriðjudaginn 25. ágúst, skrifstofan er opin milli kl. 09:00 - 17:00 og tekið verður við umsóknum fram yfir fimmtudag 27. ágúst. Einnig er hægt að hafa samband í síma 464-7290 á opnunartíma. Kennsla í verkefnum hefst á fimmtudag, kennarar verða í sambandi við sína nemendur hvað varðar einkatíma.

 • Hóffý kveđur tónlistarskólann

  Almennt - fimmtudagur 21.maí.15 10:17 - Lestrar 1079
  Hóffý međ söngnemendum á tónleikum 14. maí s.l.
  Hólmfríður Benediktsdóttir lætur í vor af störfum hjá Tónlistarskóla Húsavíkur. Hún hóf störf við skólann árið 1974 eftir að hafa ústskrifast frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sem tónmenntakennari. Fyrstu árin kenndi hún forskóladeildum, tónfræði og á píanó. Einnig kenndi hún tónmennt við Barnaskóla Húsavíkur og stjórnaði barnakór Húsavíkur. Fyrsta kóramót sem kórinn hennar fór á var 1975, haldið í Háskólabíói og hafa kóramótin orðið ansi mörg bæði hérlendis og erlendis.
  Hólmfríður sótti söngtíma hjá Elísabetu Erlingsdóttur og Guðrúnu Kristinsdóttur frá 1974-1980 en hún flaug suður í söngtíma einu sinni í mánuði. Lauk síðan 8. stigs söngprófi um vorið 1980. Þá voru söngnemendur orðnir 10 og fór fjölgandi.


 • Framhaldsprófstónleikar

  Almennt - fimmtudagur 7.maí.15 12:26 - Lestrar 1274
  Reynir Gunnarsson bassi
  Reynir Gunnarsson bassasöngvari
  verður með tónleika til lúkninga framhaldsprófi
  sunnudaginn 17. maí í sal Borgarhólsskóla kl. 16:00.

  Undirleikari er Steinunn Halldórsdóttir píanóleikari

  Frá haustinu 2012 hefur Reynir stundað nám í klassískum söng hjá Hólmfríði Benediktsdóttur söngkennara við Tónlistarskóla Húsavíkur. Hann lauk framhaldsprófi í lok apríl s.l. og því til lúkningar heldur hann nú framhaldsprófstónleika sem er lokaáfangi námsins. Reynir er fæddur árið 1988 og hefur tvö síðastliðin ári verið kennari við Tónlistaskóla Húsavíkur í Lundi.

  Enginn aðgangseyrir, allir hjartanlega velkomnir

  Sjá dagskrá tónleikanna.


moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning