Tónlistarskólinn á Húsavík

Tónlistaskóli Húsavíkur Norðurþing

Nýjustu fréttir

 • Dýrin í Hálsaskógi

  Almennt - miđvikudagur 9.apr.14 09:11 - Lestrar 21
  Kristján Ingi Jónsson tók myndina á ćfingu
  Nemendur og kennarar í Öxarfjarðarskóla ætla að flytja leikritið Dýrin í Hálsaskógi fimmtudagskvöld 10. apríl kl.19:30 í Skúlagarði. Sýningin er í samstarfi við Tónlistarskóla Húsavíkur. Auka sýning verður haldin sunnudaginn 27. apríl, og hefst kl.15:00

 • Nemendatónleikar í kvöld

  Almennt - mánudagur 7.apr.14 11:13 - Lestrar 21
  ungur nemandi á Uppskeruhátíđinni
  mánudaginn 7. apríl kl. 20:00 í sal Borgarhólsskóla. Fjölmennum og styðjum við bakið á börnunum okkar.
  Enginn aðgangseyrir, allir hjartanlega velkomnir.

 • Frumflutningur á lögum Lísu McMaster

  Almennt - föstudagur 28.mar.14 10:43 - Lestrar 79

  Um helgina mun Kammerkór Norðurlands frumflytja þrjú lög eftir Lisu McMaster meðlim kórsins og tónlistarkennara hér á Húsavík.

  "Þessi þrjú lög sem ég samdi fyrir Kammerkór Norðurlands heita Djákninn á Myrká, Horfinn er fagur farfi og Nátttröllið en textarnir koma úr þjóðsögum Jóns Árnasonar". Segir Lisa en Kammerkórinn mun syngja þessi lög í tónleikaför um Norðurland um helgina.

  Þema tónleikanna, sem verða á Ólafsfirði, Sauðárkróki, Akureyri og Þorgeirskirkju við Ljósavatn, er íslensk tónlist um tröll ,álfa og drauga.

  Texti er fenginn af heimasíður 640.is

 • Nemendatónleikar í kvöld

  Almennt - ţriđjudagur 18.mar.14 12:03 - Lestrar 82
   Sif Heiđars ćfir sig fyrir Nótuna í Hofi
  Nemendatónleikar verða haldnir á sal Borgarhólsskóla í
  kvöld þriðjudag 18. mars.

  Tónleikarnir hefjast kl. 20:00

  Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.

 • Skólanum til mikils sóma

  Almennt - mánudagur 17.mar.14 11:07 - Lestrar 249
  Spenningur í hámarki
  Svæðistónleikum Nótunnar fyrir Norður og Austurland lauk í Hofi núna um helgina. Stór hópur ungmenna frá Tónlistarskóla Húsavíkur tók þátt í þessum tónleikum og voru sjálfum sér og skólanum sínum til mikils sóma. Þau komu fram af fyllsta öryggi og sýndu það og sönnuðu að þau ástunda nám sitt af alúð og trúmennsku. Kennarar þakka fyrir skemmtilega samveru á laugardaginn og óska öllum sem komu að verkefninu til hamingju, þar með talið öllum foreldrum og ættingjum barnanna sem fjölmenntu í Hof.

 • Nótan í Hofi laugardaginn 15. mars

  Almennt - fimmtudagur 13.mar.14 09:44 - Lestrar 104
  Marimbahópur úr Öxarfjarđarskóla
  Uppskeruhátíð tónlistarskóla var haldin laugardaginn 15. febrúar.
  Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni voru valin þar nokkur atriði frá
  Tónlistarskóla Húsavíkur sem munu núna um helgina koma fram á
  svæðistónleikum Nótunnar fyrir Norður- og Austurland.
  Þeir fara fram í menningarhúsinu Hofi, laugardaginn 15. mars.

  Fyrri tónleikarnir eru kl. 12:30,
  þar koma fram grunnnáms nemendur.


  Seinni tónleikarnir eru kl. 14:00,
  þar koma fram miðnáms nemendur.
  Lokaathöfn - kl. 15:45, afhending viðurkenningaskjala og verðlaunagripa.

  Allir eru velkomnir - aðgangur ókeypis.
  Svæðistónleikar Nótunnar eru haldnir á fjórum stöðum út um land 1. - 15. mars.
  Lokahátíð Nótunnar verður svo haldin í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 23. mars 2014.

  Atriðin sem fara frá Tónlistarskóla Húsavíkur eru:


moya - Útgáfa 1.7 2006 - Stefna ehf

Innskráning